Yfirmaður mannaðra geimferða NASA hættir vegna „mistaka“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2020 22:30 Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Vísir/Getty Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina. Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Í bréfi sem sent var á starfsmenn NASA í dag sagði Douglas Loverro að hann væri að hætta vegna „mistaka“ sem hann hafi gert. Loverro hafði sinnt stöðu sinni í einungis sjö mánuði eftir að forveri hans var lækkaður í tign og yfirgaf stofnunina. Áður hafði Loverro starfað hjá National Reconnaissance Office, sem byggir hernaðargervihnetti, í áratugi. Samkvæmt frétt Politico skrifaði Loverro í áðurnefnt bréf að hann viti til þess að leiðtogar þurfi af og til að taka áhættu. Þær ákvarðandir geti þó komið niður á þeim. „Ég tók slíka ákvörðun fyrr á árinu því ég taldi það nauðsynlegt til að ná markmiði okkar,“ skrifaði hann. „Núna, eftir smá tíma, er ljóst að ég gerði mistök og þarf að bera ábyrgð á gjörðum mínum.“ Í samtali við blaðamenn Politico, neitaði Loverro að útskýra nánar hvaða „mistök“ hann væri að tala um. Hann sagði afsögn sína þó ekki tengjast einhvers konar deilum við Jim Bridenstine, yfirmann NASA, eða geimskotinu í næstu viku. Meðal annars var Loverro yfir þróunarverkefnum SpaceX og Boeing varðandi mannaðar geimferðir og var hann einnig yfir Artemis-verkefninu, sem snýr að því að lenda mönnum á tunglinu á árinu 2024. Loverro átti að stýra nefndarfundi á fimmtudaginn þar sem ákveða ætti hvort að Crew Dragon geimfar SpaceX væri tilbúið í mannaðar geimferðir. Ákvörðunin hefði þó að endingu verið hans að taka. ARS Technica segir yfirlýsinguna hafa komið starfsmönnum NASA verulega á óvart. Loverro hafi verið vinsæll meðal þeirra þrátt fyrir að hafa verið í starfinu í skamman tíma. Forsvarsmenn NASA segjast ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að Loverro hafi ákveðið að segja af sér. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að störf Loverro hafi hjálpað verulega við Artemis-áætlunina.
Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira