Sá sem fór með „eitruðu“ pizzuna til Jordan sver af sér alla sök Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2020 10:30 Michael Jordan lét ekki veikindin stoppa sig heldur bauð upp á hetjulega 38 stiga frammistöðu í gríðarlega mikilvægum sigri Chicago Bulls í lokaúrslitunum 1997. Getty/ Jonathan Daniel Flensa sem varð að matareitrun en er nú aftur að verða að flensu. Flensuleikur Michael Jordan er mikið í umræðunni eftir að hafa fengið veglegan sess í heimildarmyndinni „The Last Dance“ þar sem farið var yfir tíma Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Bandarískir fjölmiðlar fundu manninn sem fór með pizzuna til Michael Jordan fyrir leikinn fræga á móti Utah Jazz árið 1997. Sá hinn sami vann hjá Pizza Hut í Park City í júní fyrir 23 árum síðan. Jordan spilaði leikinn fárveikur en tókst engu að síður að skora 38 stig og leið Chicago Bulls liðið til sigurs í gríðarlega mikilvægum fimmta leik í lokaúrslitunum. Bulls tryggði sér svo sigurinn í næsta leik tveimur dögum síðar þar sem Jordan var með 39 stig. The Pizza Hut employee who delivered Michael Jordan his meal isn't buying the food poisoning story. https://t.co/2se8Sy4cAh pic.twitter.com/9eSPmMqze2— Sporting News (@sportingnews) May 19, 2020 Flensan sem Michael Jordan fékk fyrir fimmta leikinn í lokaúrslitunum 1997 var matareitrun samkvæmt sögu hans nánustu samstarfsmanna í þáttunum „The Last Dance“ en sýningu þeirra lauk um helgina. Sagan er greinilega ekki öll sögð því nú hefur pizzasendillinn komið fram í fjölmiðlum og sagt sýna hlið á því sem gerðist þetta kvöld í Salt Lake City. Pizzasendillinn segist meira að segja vera stuðningsmaður Chicago Bulls og hafa veðjað á Bulls í leiknum. I m 100 percent certain it wasn t food poisoning. https://t.co/2v8mlXdIy4— New York Post Sports (@nypostsports) May 19, 2020 Fimm menn áttu að hafa mætt með pizzuna upp á hótelherbergi Michael Jordan en Craig Fite, aðstoðarframkvæmdastjóri á Pizza Hut í Park City á þessum tíma segir aðeins aðra sögu. Hann grunaði að pizzan væri að fara til Michael Jordan og passaði sérstaklega upp á það sjálfur að þessu pepperoni pizza væri eins góð og hún gat orðið. "Ég fór að öllum reglum,,“ sagði Craig Fite í viðtali við 1280 The Zone i Utah. Craig Fite hefur líka talað við aðra viðskiptavini sem fengu pizzu þetta kvöld og enginn þeirra fékk matareitrun. „Ég er hundrað prósent viss um að þetta var ekki matareitrun að minnsta kosti ekki frá þessari pizzu,“ sagði Craig Fite. What did Craig Fite know and when did he know it?A Utah man who says he made Michael Jordan's pizza before Game 5 of the 1997 NBA Finals says don t blame him he even named his son after the Bulls star.https://t.co/em7YNZl4f5— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) May 19, 2020 „Þessi saga hjá þessum gæja var algjört bull. Það voru ekki fimm menn því við vorum bara tveir. Það voru ekki einu sinni svo margir að vinna þetta kvöld,“ sagði Craig Fite og vísar þá í söguna sem Tim Grover, einkaþjálfari Jordan, sagði í þáttunum. Craig Fite segist einnig hafa gengið á vegg af vindlareyk þegar lyftan opnuðist á hæðinni og hann hafði séð Jordan vera að spila og reykja vindil þegar hann leit inn í herbergið. Fite segir að Jordan hafi setið þar illa klæddur við opinn glugga og telur meiri líkur á því að hann hafi veikst en að hann hafi fengið matareitrun. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Flensa sem varð að matareitrun en er nú aftur að verða að flensu. Flensuleikur Michael Jordan er mikið í umræðunni eftir að hafa fengið veglegan sess í heimildarmyndinni „The Last Dance“ þar sem farið var yfir tíma Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Bandarískir fjölmiðlar fundu manninn sem fór með pizzuna til Michael Jordan fyrir leikinn fræga á móti Utah Jazz árið 1997. Sá hinn sami vann hjá Pizza Hut í Park City í júní fyrir 23 árum síðan. Jordan spilaði leikinn fárveikur en tókst engu að síður að skora 38 stig og leið Chicago Bulls liðið til sigurs í gríðarlega mikilvægum fimmta leik í lokaúrslitunum. Bulls tryggði sér svo sigurinn í næsta leik tveimur dögum síðar þar sem Jordan var með 39 stig. The Pizza Hut employee who delivered Michael Jordan his meal isn't buying the food poisoning story. https://t.co/2se8Sy4cAh pic.twitter.com/9eSPmMqze2— Sporting News (@sportingnews) May 19, 2020 Flensan sem Michael Jordan fékk fyrir fimmta leikinn í lokaúrslitunum 1997 var matareitrun samkvæmt sögu hans nánustu samstarfsmanna í þáttunum „The Last Dance“ en sýningu þeirra lauk um helgina. Sagan er greinilega ekki öll sögð því nú hefur pizzasendillinn komið fram í fjölmiðlum og sagt sýna hlið á því sem gerðist þetta kvöld í Salt Lake City. Pizzasendillinn segist meira að segja vera stuðningsmaður Chicago Bulls og hafa veðjað á Bulls í leiknum. I m 100 percent certain it wasn t food poisoning. https://t.co/2v8mlXdIy4— New York Post Sports (@nypostsports) May 19, 2020 Fimm menn áttu að hafa mætt með pizzuna upp á hótelherbergi Michael Jordan en Craig Fite, aðstoðarframkvæmdastjóri á Pizza Hut í Park City á þessum tíma segir aðeins aðra sögu. Hann grunaði að pizzan væri að fara til Michael Jordan og passaði sérstaklega upp á það sjálfur að þessu pepperoni pizza væri eins góð og hún gat orðið. "Ég fór að öllum reglum,,“ sagði Craig Fite í viðtali við 1280 The Zone i Utah. Craig Fite hefur líka talað við aðra viðskiptavini sem fengu pizzu þetta kvöld og enginn þeirra fékk matareitrun. „Ég er hundrað prósent viss um að þetta var ekki matareitrun að minnsta kosti ekki frá þessari pizzu,“ sagði Craig Fite. What did Craig Fite know and when did he know it?A Utah man who says he made Michael Jordan's pizza before Game 5 of the 1997 NBA Finals says don t blame him he even named his son after the Bulls star.https://t.co/em7YNZl4f5— Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) May 19, 2020 „Þessi saga hjá þessum gæja var algjört bull. Það voru ekki fimm menn því við vorum bara tveir. Það voru ekki einu sinni svo margir að vinna þetta kvöld,“ sagði Craig Fite og vísar þá í söguna sem Tim Grover, einkaþjálfari Jordan, sagði í þáttunum. Craig Fite segist einnig hafa gengið á vegg af vindlareyk þegar lyftan opnuðist á hæðinni og hann hafði séð Jordan vera að spila og reykja vindil þegar hann leit inn í herbergið. Fite segir að Jordan hafi setið þar illa klæddur við opinn glugga og telur meiri líkur á því að hann hafi veikst en að hann hafi fengið matareitrun.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira