Uppsagnir fyrirhugaðar hjá Icelandair vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segir útlit fyrir að félagið þurfi að grípa til uppsagna vegna ástandsins sem nú ríkir á flugmarkaði. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir því að eftirspurn eftir flugi verði frekar lítil næstu vikur og jafnvel mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. „Við erum að horfa til þess að eftirspurnin hefur minnkað mjög mikið og það sem við getum gert til þess að bregðast við því er að aðlaga framboðið og við erum bara að vinna að mótvægisaðgerðum núna þessa dagana,“ sagði Bogi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Sjá einnig: Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“ Hann segir þá ábyrgð hvíla á stjórnendum fyrirtækisins að koma því vel í gegnum þá erfiðu stöðu sem nú ríki. „Þegar við minnkum okkar framboð þá þýðir það að það þarf færra fólk. Við erum að sjá þetta gerast í kringum okkur hjá flugfélögum á Norðurlöndum og víðar að það er verið að skera niður og fækka fólki og það er alveg ljóst að við verðum að gera slíkt hið sama.“ Nú þegar hefur flugfélagið ákveðið að hætta við áttatíu flugferðir í mars og apríl en í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun segist Icelandair ekki getað útilokað að fleiri ferðum verði aflýst. Félagið segir að niðurfellingum sé ætlað að vernda fjárhagslega hagsmuni fyrirtækisins. Sjá einnig: Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Erum við þá að tala um heilt yfir línuna, það er að segja áhafnir og á skrifstofu? „Ja, plönin liggja ekki fyrir en ég held að það sé alveg ljóst að við þurfum að horfa yfir allt sviðið hjá okkur.“ Stjórnendur félagsins reikna með því eins og fyrr segir að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði. Þeir vonast hins vegar til þess að það fari aftur að birta til síðar á árinu. „Við teljum það áfram að fólk vilji ferðast.“ Fram kom í tilkynningunni sem félagið sendi frá sér í dag að Icelandair fylgist nú vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. Unnið væri að því að endurmeta flugáætlun í ljósi minnkandi eftirspurnar og færri bókana.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Wuhan-veiran Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29 Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Sjá meira
Icelandair íhugar að fella niður fleiri ferðir Icelandair segist fylgjast vel með útbreiðslu kórónuveirunnar, enda hefur hún haft teljandi áhrif á eftirspurn eftir flugi um allan heim. 10. mars 2020 08:29
Icelandair aflýsir 80 ferðum vegna veirunnar Vegna áhrifa Covid-19 veirunnar á minnkandi eftirspurn hefur Icelandair tekið ákvörðun um að aflýsa um 80 flugferðum í mars og apríl. 6. mars 2020 15:24