22 dagar í Pepsi Max: Pétur Péturs bætti markametið í Keflavíkurbúningi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 12:00 Úrklippa úr Tímanum frá 22. ágúst 1978 en þar sést Pétur Pétursson í Keflavíkurbúningnum. Hann setti nýtt markamet með því að skora tvö mörk undir lok leiksins. Skjámynd/Tíminn Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum með Skagamönnum sumarið 1978 og bætti þar með fimm ára met Hermanns Gunnarssonar. Hermann Gunnarsson hafði átt metið síðan 1973 þegar hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum með Valsliðinu. Hermann skoraði þá nákvæmlega helming marka Valsmanna. Hermann hafði þá slegið tólf ára met KR-ingsins Þórólfs Beck sem skoraði 16 mörk sumarið 1961. Pétur jafnaði markamet Hermanns Gunnarssonar 12. ágúst með því að skora tvisvar á móti Víkingum í 5-0 sigri upp á Akranesi. Sjö dögum síðar átti Pétur markametið einn þegar hann skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli í útileik í Keflavík. Pétur var þá kominn með 19 mörk eftir fimmtán leiki en þessi leikur við Keflavík var í sextándu umferð. Pétur hafði misst af leik á móti Fram 10. júní vegna agabanns. Bæði mörk Péturs í Keflavík komu í blálokin en Keflavík var 2-0 yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Pétur skoraði líka ekki mörkin í búningi ÍA heldur í gömlum Keflvíkurbúningi. Skagamenn gleymdu búningnum upp á Skaga og Keflvíkingar lánuðu þeim gamla búninga svo leikurinn gæti farið fram. Pétur átti þarna eftir tvo leiki sem voru á móti ÍBV á heimavelli og á móti Val á útivelli. Pétur fékk því 180 mínútur til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 22 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Pétur Pétursson skoraði 19 mörk í 17 leikjum með Skagamönnum sumarið 1978 og bætti þar með fimm ára met Hermanns Gunnarssonar. Hermann Gunnarsson hafði átt metið síðan 1973 þegar hann skoraði 17 mörk í 13 leikjum með Valsliðinu. Hermann skoraði þá nákvæmlega helming marka Valsmanna. Hermann hafði þá slegið tólf ára met KR-ingsins Þórólfs Beck sem skoraði 16 mörk sumarið 1961. Pétur jafnaði markamet Hermanns Gunnarssonar 12. ágúst með því að skora tvisvar á móti Víkingum í 5-0 sigri upp á Akranesi. Sjö dögum síðar átti Pétur markametið einn þegar hann skoraði tvö mörk í 2-2 jafntefli í útileik í Keflavík. Pétur var þá kominn með 19 mörk eftir fimmtán leiki en þessi leikur við Keflavík var í sextándu umferð. Pétur hafði misst af leik á móti Fram 10. júní vegna agabanns. Bæði mörk Péturs í Keflavík komu í blálokin en Keflavík var 2-0 yfir þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Pétur skoraði líka ekki mörkin í búningi ÍA heldur í gömlum Keflvíkurbúningi. Skagamenn gleymdu búningnum upp á Skaga og Keflvíkingar lánuðu þeim gamla búninga svo leikurinn gæti farið fram. Pétur átti þarna eftir tvo leiki sem voru á móti ÍBV á heimavelli og á móti Val á útivelli. Pétur fékk því 180 mínútur til að skora tuttugasta markið en tókst það ekki. Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi
Fyrsti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum: Pétur Pétursson, ÍA 1978 19 mörk í 17 leikjum 5 á heimavelli - 14 á útivelli 9 í fyrri hálfleik - 10 í seinni hálfeik 6 mörk i fyrri umferð - 13 mörk í seinni umferð 12 skot - 3 víti - 4 skallamörk 4 tvennur - 1 ferna Á móti hverjum 3 mörk á móti efstu þremur liðunum 8 mörk á móti efri hluta 11 mörk á móti neðri hluta 3 mörk á móti falliðunum Markahæstu mánuðir: 7 mörk í júlí 6 mörk í ágúst 5 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum 4 mörk á móti KA 3 mörk á móti Keflavík 3 mörk á móti Víkingi
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira