Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 11:02 Árni Sigurjónsson tók við sem formaður Samtaka iðnaðarins 30. apríl síðastliðinn. si Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira