„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. maí 2020 15:43 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjaði að því að 500 manns mættu koma saman frá og með 15. júní. Það sé þó enn til umræðu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. 71. reglulegi upplýsingafundur almannavarna fór fram í Skógarhlíð í dag. Þórólfur var spurður út í minnkandi áhyggjur landsmanna af einstaklingsbundnum sóttvörnum. Víðir og Þórólfur horfast í augu á fundinum í dag.Júlíus Sigurjónsson „Já, þetta er áhyggjuefni og þess vegna erum við alltaf að klifa á þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum. Að þetta haldi áfram,“ sagði Þórólfur. Hósta í handarkrikann! „Maður sér í kringum sig að fólk er farið að hegða sér aðeins öðruvísi, er ekki að passa sig alveg eins vel,“ sagði Þórólfur og um leið heyrðist hósti í beinni útsendingu. Þórólfur greip boltann á lofti. „Hóstar í handarkrikann en ekki lófann,“ sagði Þórólfur og glotti. Varð svo alvarlegur á ný. „Fólk er farið að slaka á. Það er kannski ekki óvenjulegt að þegar fólki finnst ógnin ekki jafn raunveruleg að fólk fari í gamla farið. Við verðum að standa saman í því að minna hvert annað sífellt á mikilvægi þessara einstaklingsbundnu sýkingavarna því það er það sem skiptir öllu máli í þessu og gerir áfram.“ Skilur óþolinmæði Þórólfur sagði von á frekari tilslökunum þremur vikum eftir 25. maí, þ.e. 15. júní. Rætt hefði verið um að fjölga fólki sem megi koma saman í 500 manns. Það sé þó enn óákveðið. Sóttvarnalæknir telur að skipuleggjendur viðburða hafi fengið mjög skýrar leiðbeiningar hvernig staðan verði í sumar. Stórir viðburðir eru árlega á sumrin svo sem 17. júní, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Menningarnótt, Gleðigangan og fleira í þeim dúrnum. „Ég held að við höfum gefið fólki mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta eigi að vera og hvernig þetta verði. Ég held að það sé ekki hægt að hafa þetta mikið skýrar,“ sagði Þórólfur. Fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, Ríkisútvarpsins og Viljans á fundinum í dag.Júlíus Sigurjónsson „Ég skil að fólk er mjög óþolinmótt. En ég bendi á að við erum að fara miklu hraðar en nágrannaþjóðirnar í þetta, miklu miklu hraðar. Við byggjum það á því að við höfum rannsakað útbreiðsluveirunnar það vel að við teljum að okkur sé óhætt að gera þetta svona. bið fólk að hafa þetta í huga. Líka hver tilgangurinn með þessu er í raun og veru. Af hverju erum við að gera þetta þó í þessum skrefum? Við erum að reyna að forða því að þetta komi upp aftur. Ég vona svo sannarlega að allir skilji það.“ Ekki leita að undanþágum frá reglum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn átti lokaorðin á fundinum eins og svo oft áður. „Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að þetta sumar verður ekki eins og önnur sumur. Núna gildir það í sumar að við ætlum að skapa nýjar hefðir og nýjar minningar. Við þurfum að setja okkur öll í þær stellingar að sumarið verður allt öðruvísi en önnur sumur. Við skulum gera þetta að eftirminnilegu sumri,“ sagði Víðir „Það þarf að finna útfærslur á ýmsum málum en við verðum að muna að þetta verður það sem við köllum samspil sóknar og varnar. Við þurfum að horfa á að við erum að gera þetta út frá sóttvarnasjónarmiðum sem er varnarleikurinn okkar. Á sama tíma er verið að blása til efnahagssóknar. Þetta þarf allt að spila saman.“ Víðir var ákveðinn og minnti á hættuna af því að veiran fari aftur á kreik. „Við þurfum að komast í gegnum þetta án þess að missa þetta frá okkur og fá aftur óstjórnaða bylgju yfir okkur. Það gerist ekki ef við erum endalaust að leita að einhverjum undanþágum, verið að skoða reglurnar. Hvernig get ég sloppið frá þessu? Hvernig get ég komist hjá þessu? Hvernig get ég haldið stóra hátíð? Hvernig get ég haldið litla hátíð?“ nefndi Víðir sem dæmi. „Þetta sumar verður öðruvísi en önnur sumur sem við höfum upplifað. Setjum okkur í þær stellingar og þá verður þetta miklu einfaldara. Það koma leiðbeiningar en það verður ekki hægt að leysa úr mörgum málum. Það verður ekki hægt að gera allt sem okkur langar til. Margir hafa nú þegar aflýst stórum viðburðum og hinir sem eru með stóra viðburði, þið þurfið að horfast í augu við það að þetta verður öðruvísi ástand hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. 71. reglulegi upplýsingafundur almannavarna fór fram í Skógarhlíð í dag. Þórólfur var spurður út í minnkandi áhyggjur landsmanna af einstaklingsbundnum sóttvörnum. Víðir og Þórólfur horfast í augu á fundinum í dag.Júlíus Sigurjónsson „Já, þetta er áhyggjuefni og þess vegna erum við alltaf að klifa á þessum einstaklingsbundnu sóttvörnum. Að þetta haldi áfram,“ sagði Þórólfur. Hósta í handarkrikann! „Maður sér í kringum sig að fólk er farið að hegða sér aðeins öðruvísi, er ekki að passa sig alveg eins vel,“ sagði Þórólfur og um leið heyrðist hósti í beinni útsendingu. Þórólfur greip boltann á lofti. „Hóstar í handarkrikann en ekki lófann,“ sagði Þórólfur og glotti. Varð svo alvarlegur á ný. „Fólk er farið að slaka á. Það er kannski ekki óvenjulegt að þegar fólki finnst ógnin ekki jafn raunveruleg að fólk fari í gamla farið. Við verðum að standa saman í því að minna hvert annað sífellt á mikilvægi þessara einstaklingsbundnu sýkingavarna því það er það sem skiptir öllu máli í þessu og gerir áfram.“ Skilur óþolinmæði Þórólfur sagði von á frekari tilslökunum þremur vikum eftir 25. maí, þ.e. 15. júní. Rætt hefði verið um að fjölga fólki sem megi koma saman í 500 manns. Það sé þó enn óákveðið. Sóttvarnalæknir telur að skipuleggjendur viðburða hafi fengið mjög skýrar leiðbeiningar hvernig staðan verði í sumar. Stórir viðburðir eru árlega á sumrin svo sem 17. júní, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Menningarnótt, Gleðigangan og fleira í þeim dúrnum. „Ég held að við höfum gefið fólki mjög skýrar leiðbeiningar um það hvernig þetta eigi að vera og hvernig þetta verði. Ég held að það sé ekki hægt að hafa þetta mikið skýrar,“ sagði Þórólfur. Fulltrúar fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, Ríkisútvarpsins og Viljans á fundinum í dag.Júlíus Sigurjónsson „Ég skil að fólk er mjög óþolinmótt. En ég bendi á að við erum að fara miklu hraðar en nágrannaþjóðirnar í þetta, miklu miklu hraðar. Við byggjum það á því að við höfum rannsakað útbreiðsluveirunnar það vel að við teljum að okkur sé óhætt að gera þetta svona. bið fólk að hafa þetta í huga. Líka hver tilgangurinn með þessu er í raun og veru. Af hverju erum við að gera þetta þó í þessum skrefum? Við erum að reyna að forða því að þetta komi upp aftur. Ég vona svo sannarlega að allir skilji það.“ Ekki leita að undanþágum frá reglum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn átti lokaorðin á fundinum eins og svo oft áður. „Við verðum öll að gera okkur grein fyrir því að þetta sumar verður ekki eins og önnur sumur. Núna gildir það í sumar að við ætlum að skapa nýjar hefðir og nýjar minningar. Við þurfum að setja okkur öll í þær stellingar að sumarið verður allt öðruvísi en önnur sumur. Við skulum gera þetta að eftirminnilegu sumri,“ sagði Víðir „Það þarf að finna útfærslur á ýmsum málum en við verðum að muna að þetta verður það sem við köllum samspil sóknar og varnar. Við þurfum að horfa á að við erum að gera þetta út frá sóttvarnasjónarmiðum sem er varnarleikurinn okkar. Á sama tíma er verið að blása til efnahagssóknar. Þetta þarf allt að spila saman.“ Víðir var ákveðinn og minnti á hættuna af því að veiran fari aftur á kreik. „Við þurfum að komast í gegnum þetta án þess að missa þetta frá okkur og fá aftur óstjórnaða bylgju yfir okkur. Það gerist ekki ef við erum endalaust að leita að einhverjum undanþágum, verið að skoða reglurnar. Hvernig get ég sloppið frá þessu? Hvernig get ég komist hjá þessu? Hvernig get ég haldið stóra hátíð? Hvernig get ég haldið litla hátíð?“ nefndi Víðir sem dæmi. „Þetta sumar verður öðruvísi en önnur sumur sem við höfum upplifað. Setjum okkur í þær stellingar og þá verður þetta miklu einfaldara. Það koma leiðbeiningar en það verður ekki hægt að leysa úr mörgum málum. Það verður ekki hægt að gera allt sem okkur langar til. Margir hafa nú þegar aflýst stórum viðburðum og hinir sem eru með stóra viðburði, þið þurfið að horfast í augu við það að þetta verður öðruvísi ástand hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira