Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:00 Innri hluti efnisskífunnar í kringum AB Aurigae. Skærguli hnúturinn fyrir miðju myndarinnar er reikistjarnan sem vísindamenn telja í myndun. ESO/Boccaletti et al. Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al. Geimurinn Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Vitað er að reikistjörnur myndast úr efnisskífum umhverfis ungar stjörnur þegar kalt ryk og gas hlaupa þar í kekki. Nýju myndirnar virðast sýna reikistjörnu að verða til í skífu í kringum ungstjörnuna AB Aurigae. Þær væru þá fyrstu beinu vísbendingarnar um hvernig reikistjörnur fæðast. AB Aurigae er í um 520 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Ökumanninum. Á myndinni sjást gas- og rykþyrlar í kringum stjörnuna sem eru fyrstu merkin um reikistjörnu sem eru að verða til, að því er segir í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að taka nógu skarpar og djúpar myndir af efnisskífum sem eru svo skammt á veg komnar í reikistjörnumyndun að hægt hafi verið að koma auga á hnúta í þeim þar sem reikistjörnur gætu verið að myndast. Myndirnar voru teknar með VLT-sjónaukanum í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þyrilformin sem sjást á þeim eru fyrstu merkin um reikistjörnu í mótun. Reikistjörnuvísarnir ýta gasinu til og mynda bylgjur í efnisskífunni. Þegar reikistjarnan snýst um stjörnuna móta bylgjurnar þyrilarma. Nýja reikistjarnan er í svipaðri fjarlægð frá móðurstjörnu sinni og Neptúnus er frá sólinni okkar. ESO er með annan risasjónauka í smíðum sem á að gera stjörnufræðingum kleift að ná enn nákvæmari myndum af reikistjörnum í frumbernsku. „Við ættum að geta séð með enn nákvæmari hætti hvernig tilfærsla gass leiðir til myndunar reikistjarna,“ segir Anthony Boccaletti frá Parísarathuganastöðinni í Meudon í Frakklandi sem leiddi hópinn sem gerði rannsóknina. Myndin til vinstri sýnir AB Aurigae og efnisskífuna í kringum hana. Á myndinni til hægri er þysjað inn á svæðið sem er merkt með rauðum ramma á myndinni til vinstri. Þar sést innri hluti efnisskífunnar, þar á meðal skærguli hnúturinn sem er talinn reikistjarna í myndun merktur með hvítum hring. Blái hringurinn í horni myndarinnar sýnir hlutfallslega stærð sporbrautar Neptúnusar um sólina okkar. Myndirnar voru teknar með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónaukanum sem er næmt fyrir sýnilegu og nærinnrauðu ljósi.ESO/Boccaletti et al.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira