Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 12:28 Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtakanna, ásamt ærinni Grádísi og 3ja daga lambi hennar, en myndin var tekin í Fljótshlíð í morgun. Mynd/Ágúst Jensson. Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð, í tilefni viðtala við þá Ólaf Arnalds prófessor og Árna Bragason landgræðslustjóra um gæðastýringu sauðfjárræktar. Oddný Steina segir að umræðan um beitarmál hafi of oft verið byggð á tilfinningarökum og viðhorfum fremur en beinum rannsóknum og mælingum. Í pistli sem hún birtir á fésbókarsíðu sinni lýsir hún matskvarðanum sem notaður er til meta ástand beitilands. „Falli beitiland í ástandsflokka 3, 4 og 5 að þriðjungi eða meira (>33%) telst landið ósjálfbært til beitar eða ef 5% eða meira af landinu flokkast í ástandsflokk 5. Það hljóta allir að sjá að þessi flokkun ein og sér er ákaflega mikil einföldun við mat á sjálfbærni. Þessi mörk byggja mér vitanlega ekki á eiginlegum rannsóknum heldur einfaldlega hlutfalli sem talin hafa verið hæfileg. Þessi viðmið, sem hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið, geta vart talist sterkur faglegur grunnur fyrir þetta mat. Hvað þá upphaf og endir þess sem telst rangt og rétt eins og vænta má af orðræðunni,“ segir Oddný Steina og rekur ímynduð dæmi á heimasíðu sinni máli sínu til stuðnings. Oddný Steina var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í þrjú ár. Eyjafjallajökull í baksýn.Mynd/Auður Ágústsdóttir. Hún segir að þessi mjög einfalda flokkun lands hafi verið notuð til að sigta út viðkvæmari svæði. Hún viðurkennir þó að með einhverjum hætti verði að nálgast stýringuna og það sé ef til vill ekki órökrétt að byrja þarna; að beina fjármagni og orku að þeim svæðum sem séu í lakara ástandi. „Á beitarsvæðum sem lenda utan prósentumarka sjálfbærniviðmiða er unnið að landbótaáætlunum þar sem bændur í samvinnu við fagaðila setja upp áætlun um atriði eins og nýtingartíma, beitarfriðun og uppgræðsluaðgerðir. Það er þessi vinna sem hefur verið kölluð grænþvottur og blekkingar í fjölmiðlum undanfarna daga. Ég ætla ekki að hafa nein frekari orð um þessi ummæli en ég held þau dæmi sig sjálf þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn,“ segir Oddný Steina. „Má í þessu samhengi hæglega leiða að því líkum að á mörgum þessara svæða sé framför gróðurs hraðari með þessu fyrirkomulagi vegna þeirrar vinnu sem stunduð er af landnotendum, heldur en ef ekkert væri gert annað en að friða svæðin.“ Hún segir Landssamtök sauðfjárbænda lengi hafa talað fyrir því að faglegur grunnur við mat á sjálfbærni verði styrktur og viðmið um sjálfbæra nýtingu betrumbætt. Þar hafi fyrst og fremst verið horft til þess að meta þróun gróðurfars. Landssamtökin hafi talað sleitulaust fyrir því að farið verði í öflugt vöktunarverkefni á gróðurfari. Hún nefnir að í kjölfar nýrra búvörusamninga árið 2017 hafi verkefnið Grólind, samstarfsverkefni bænda, Landgræðslu og stjórnvalda um vöktun gróðurfars, verið sett af stað undir stjórn Landgræðslunnar. „Það er von mín að við munum hafa þolgæði til að nýta niðurstöður þessa vöktunarverkefnis til að efla og bæta stjórn beitarmála á faglegum forsendum í samvinnu við notendur eins og til var stofnað,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð, í tilefni viðtala við þá Ólaf Arnalds prófessor og Árna Bragason landgræðslustjóra um gæðastýringu sauðfjárræktar. Oddný Steina segir að umræðan um beitarmál hafi of oft verið byggð á tilfinningarökum og viðhorfum fremur en beinum rannsóknum og mælingum. Í pistli sem hún birtir á fésbókarsíðu sinni lýsir hún matskvarðanum sem notaður er til meta ástand beitilands. „Falli beitiland í ástandsflokka 3, 4 og 5 að þriðjungi eða meira (>33%) telst landið ósjálfbært til beitar eða ef 5% eða meira af landinu flokkast í ástandsflokk 5. Það hljóta allir að sjá að þessi flokkun ein og sér er ákaflega mikil einföldun við mat á sjálfbærni. Þessi mörk byggja mér vitanlega ekki á eiginlegum rannsóknum heldur einfaldlega hlutfalli sem talin hafa verið hæfileg. Þessi viðmið, sem hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarið, geta vart talist sterkur faglegur grunnur fyrir þetta mat. Hvað þá upphaf og endir þess sem telst rangt og rétt eins og vænta má af orðræðunni,“ segir Oddný Steina og rekur ímynduð dæmi á heimasíðu sinni máli sínu til stuðnings. Oddný Steina var formaður Landssamtaka sauðfjárbænda í þrjú ár. Eyjafjallajökull í baksýn.Mynd/Auður Ágústsdóttir. Hún segir að þessi mjög einfalda flokkun lands hafi verið notuð til að sigta út viðkvæmari svæði. Hún viðurkennir þó að með einhverjum hætti verði að nálgast stýringuna og það sé ef til vill ekki órökrétt að byrja þarna; að beina fjármagni og orku að þeim svæðum sem séu í lakara ástandi. „Á beitarsvæðum sem lenda utan prósentumarka sjálfbærniviðmiða er unnið að landbótaáætlunum þar sem bændur í samvinnu við fagaðila setja upp áætlun um atriði eins og nýtingartíma, beitarfriðun og uppgræðsluaðgerðir. Það er þessi vinna sem hefur verið kölluð grænþvottur og blekkingar í fjölmiðlum undanfarna daga. Ég ætla ekki að hafa nein frekari orð um þessi ummæli en ég held þau dæmi sig sjálf þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn,“ segir Oddný Steina. „Má í þessu samhengi hæglega leiða að því líkum að á mörgum þessara svæða sé framför gróðurs hraðari með þessu fyrirkomulagi vegna þeirrar vinnu sem stunduð er af landnotendum, heldur en ef ekkert væri gert annað en að friða svæðin.“ Hún segir Landssamtök sauðfjárbænda lengi hafa talað fyrir því að faglegur grunnur við mat á sjálfbærni verði styrktur og viðmið um sjálfbæra nýtingu betrumbætt. Þar hafi fyrst og fremst verið horft til þess að meta þróun gróðurfars. Landssamtökin hafi talað sleitulaust fyrir því að farið verði í öflugt vöktunarverkefni á gróðurfari. Hún nefnir að í kjölfar nýrra búvörusamninga árið 2017 hafi verkefnið Grólind, samstarfsverkefni bænda, Landgræðslu og stjórnvalda um vöktun gróðurfars, verið sett af stað undir stjórn Landgræðslunnar. „Það er von mín að við munum hafa þolgæði til að nýta niðurstöður þessa vöktunarverkefnis til að efla og bæta stjórn beitarmála á faglegum forsendum í samvinnu við notendur eins og til var stofnað,“ segir Oddný Steina Valsdóttir.
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða. 19. maí 2020 20:11