Ný skilgreining á tveggja metra reglunni tekur gildi á mánudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2020 13:54 Beðið í röð með tvo metra á milli fyrir utan Elko í samkomubanninu í apríl. Vísir/Vilhelm Með nýrri auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins verður framkvæmd hinnar svokölluðu tveggja metra reglu breytt nokkuð. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins verður horft til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður svo hægt sé að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til að mynda á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta nokkur sæti sem geri þetta kleift. Auglýsing ráðherra, og þar með þessi breyting á skilgreiningu tveggja metra reglunnar, tekur gildi næstkomandi mánudag en í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til ráðherra segir eftirfarandi um nýja skilgreiningu á tveggja metra reglunni: Hugmyndin er að sett verði regla sem er svipuð og regla er varðar aðgengi fatlaðs fólks að ýmissi þjónustu, þ.e. að gert sé ráð fyrir að einstaklingar, sérstaklega viðkvæmir einstaklingar, þurfi meira pláss eða aðrir og að einnig geti reglan verið val fólks. Þannig má fólk sitja eða standa þétt en bjóða þarf þeim sem það vilja að halda tveggja metra fjarlægð. Allir einstaklingar eru hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa. Í almenningsrýmum þar sem gert er ráð fyrir að almenningur eigi aðgengi að, hvort sem er án skilyrða eða að uppfylltum skilyrðum, s.s. greiðslu aðgangsgjalds eða vegna vinnusambands, skal leitast viðað bjóða einstaklingum að halda 2jametra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er. Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda 2ja metra fjarlægð frá öðrum. Undir almenningsrými falla m.a.: Verslanir Allir flokkar veitingastaða Sundlaugar og baðstaðir Líkamsræktarstöðvar Íþróttamannvirki Heilbrigðisstofnanir eftir því sem við á Móttaka stofnana og fyrirtækja Vinnustaðir sem eðli starfseminnar vegna krefjast ekki mikillar nálægðar Almenningssamgöngur Leikhús, bíósalir, tónleikasalir o.þ.h. Húsnæði skóla og annarra mennta-og menningarstofnana Í 1. mgr. felst m.a. að verslanir gæti að því að í biðröðum sé unnt að gæta að umræddri fjarlægð, að vinnurými séu skipulögð þannig að unnt að sé að halda fjarlægð, að veitingastaðir og sambærileg starfsemi geri ráð fyrir að unnt sé að bjóða nokkrum viðskiptavinum að sitja í umræddri fjarlægð frá öðrum. Leikhús og bíósalir bjóði upp á a.m.k. nokkur sæti sem eru í umræddri fjarlægð. Aðrar breytingar sem taka gildi á mánudaginn eru að allt að 200 manns verður heimilt að koma saman í stað 50 eins og nú er. Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði, það er takmörkun á fjölda gesta sem miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Öllum veitingastöðum, þar með töldum börum og skemmtistöðum sem og spilasölum, verður heimilt að hafa opið til klukkan 23 á á kvöldin. Þá er hvatt til þess að viðhalda tveggja metra reglunni eftir því sem kostur er og áfram verða gerðar sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma og hingað til. Auglýsing ráðherra er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir á samkomubanninu en Svandís kynnti ákvörðun sína um breytingarnar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Með nýrri auglýsingu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um takmörkun á samkomum vegna kórónuveirufaraldursins verður framkvæmd hinnar svokölluðu tveggja metra reglu breytt nokkuð. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins verður horft til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður svo hægt sé að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu. Þannig verði til að mynda á veitingastöðum, í leikhúsum og bíósölum boðið upp á að minnsta nokkur sæti sem geri þetta kleift. Auglýsing ráðherra, og þar með þessi breyting á skilgreiningu tveggja metra reglunnar, tekur gildi næstkomandi mánudag en í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, til ráðherra segir eftirfarandi um nýja skilgreiningu á tveggja metra reglunni: Hugmyndin er að sett verði regla sem er svipuð og regla er varðar aðgengi fatlaðs fólks að ýmissi þjónustu, þ.e. að gert sé ráð fyrir að einstaklingar, sérstaklega viðkvæmir einstaklingar, þurfi meira pláss eða aðrir og að einnig geti reglan verið val fólks. Þannig má fólk sitja eða standa þétt en bjóða þarf þeim sem það vilja að halda tveggja metra fjarlægð. Allir einstaklingar eru hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum við aðra eftir því sem aðstæður leyfa. Í almenningsrýmum þar sem gert er ráð fyrir að almenningur eigi aðgengi að, hvort sem er án skilyrða eða að uppfylltum skilyrðum, s.s. greiðslu aðgangsgjalds eða vegna vinnusambands, skal leitast viðað bjóða einstaklingum að halda 2jametra fjarlægð frá öðrum eins og kostur er. Þar sem veitt er lögbundin þjónusta eða almenningur á ekki kost á öðru en mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda 2ja metra fjarlægð frá öðrum. Undir almenningsrými falla m.a.: Verslanir Allir flokkar veitingastaða Sundlaugar og baðstaðir Líkamsræktarstöðvar Íþróttamannvirki Heilbrigðisstofnanir eftir því sem við á Móttaka stofnana og fyrirtækja Vinnustaðir sem eðli starfseminnar vegna krefjast ekki mikillar nálægðar Almenningssamgöngur Leikhús, bíósalir, tónleikasalir o.þ.h. Húsnæði skóla og annarra mennta-og menningarstofnana Í 1. mgr. felst m.a. að verslanir gæti að því að í biðröðum sé unnt að gæta að umræddri fjarlægð, að vinnurými séu skipulögð þannig að unnt að sé að halda fjarlægð, að veitingastaðir og sambærileg starfsemi geri ráð fyrir að unnt sé að bjóða nokkrum viðskiptavinum að sitja í umræddri fjarlægð frá öðrum. Leikhús og bíósalir bjóði upp á a.m.k. nokkur sæti sem eru í umræddri fjarlægð. Aðrar breytingar sem taka gildi á mánudaginn eru að allt að 200 manns verður heimilt að koma saman í stað 50 eins og nú er. Heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði, það er takmörkun á fjölda gesta sem miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Öllum veitingastöðum, þar með töldum börum og skemmtistöðum sem og spilasölum, verður heimilt að hafa opið til klukkan 23 á á kvöldin. Þá er hvatt til þess að viðhalda tveggja metra reglunni eftir því sem kostur er og áfram verða gerðar sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma og hingað til. Auglýsing ráðherra er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir á samkomubanninu en Svandís kynnti ákvörðun sína um breytingarnar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira