Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2020 17:17 Frá Hólmavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís. Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
„Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, íbúi á Hólmavík, sem gagnrýnir framsetningu Veðurstofu Íslands á spákortum. „Núna þegar allir vilja fá íslenska ferðamenn til sín þá skiptir veðrið mjög miklu máli og þá skoðar fólk veðurspána hjá Veðurstofunni og skoðar hvar spáir besta veðrinu,“ segir Hafdís. Hún tekur sem dæmi aðalspákortið eins og það birtist á vef Veðurstofunnar í morgun. Spákort Veðurstofunnar í morgun sýndi 3 stig á Ströndum. Kort/Veðurstofa Íslands. „Núna er 13 stiga hiti á Hólmavík og heiðskírt, en í veðurspánni fyrir Steingrímsfjarðarheiði eru 3 stig,“ segir Hafdís. Og jafnvel þótt farið sé inn á landshlutakortið og Hólmavík sýnd gefi það heldur ekki rétta mynd. „Veðurstöðin er ekki einu sinni staðsett inn í bænum heldur út í vík sem heitir Skeljavík og þar er vindasamara. Hólmavík er mjög veðursæll staður, í það minnsta er mikið hægviðri hérna,“ segir Hafdís, sem er Strandamaður í húð og hár, fædd og uppalin á Broddadalsá við Kollafjörð en hefur síðustu tvo áratugi búið á Hólmavík og starfar þar í rækjuvinnslunni Hólmadrangi. Steingrímsfjarðarheiði í dag, eins og hún birtist á vefmyndavél Vegagerðarinnar. Sjálfvirka veðurstöðin sést í forgrunni.Vegagerðin/Vefmyndavél. Hún segir að á flestum stöðum á landinu sé aðalveðurstöðin sýnd á þéttbýlisstað og fer yfir röðina: Reykjavík, Hvanneyri, Stykkishólmur, Patreksfjörður, Bolungarvík, Blönduós, Akureyri, Húsavík, Raufarhöfn, Egilsstaðir, Höfn. „Það segir sig sjálft að fólk tekur ekki Strandasvæðið sem fyrsta kost. Það er margbúið að biðja Veðurstofu Íslands að breyta þessu en það er óskiljanleg tregða í gangi þar,“ segir Hafdís.
Strandabyggð Veður Árneshreppur Kaldrananeshreppur Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira