Árni Magnússon nýr forstjóri ÍSOR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. maí 2020 17:40 Árni Magnússon er nýr forstjóri ÍSOR. Vísir Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni. Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Árni Magnússon, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, hefur verið ráðinn sem fortjóri Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR. Hann mun taka við starfinu 1. júní næstkomandi af Ólafi G. Flóvenz sem hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍSOR. Staða forstjóra ÍSOR var auglýst í byrjun mars og rann umsóknarfrestur út þann 30. mars. Árni var metinn hæfasti umsækjandinn af ráðgefandi hæfnisnefnd. „Hann hefur haldgóða reynslu af orkumálum, jafnt innanlands sem á alþjóðavettvangi. Þá er hann reyndur stjórnandi og hefur viðamikla starfsreynslu bæði innan opinbera og einkageirans. Við teljum hann því rétta einstaklinginn til að leiða ÍSOR til framtíðar“ segir Þórdís Ingadóttir formaður stjórnar ÍSOR. Árni hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, félaga og stofnana innanlands og utan. Meðal annars var hann varaformaður Íslenska orkuklasans, stjórnarmeðlimur Ameríska jarðhitasambandsins og í stjórn Ameríska endurnýjanlega orkuráðsins. Hann sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður á árunum 2003-2006 og var félagsmálaráðherra á sama tíma. „Það er með sannri tilhlökkun og ánægju sem ég tek við kefli forstjóra ÍSOR. Í stofnuninni býr bæði mikil þekking og kraftur, sérstaklega í þeim mannauði sem hún hefur á að skipa. Ég er sannfærður um að í framtíðinni felast mikil tækifæri, ekki síst með vaxandi alþjóðlegri áherslu á græna orku, sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð,“ segir Árni.
Orkumál Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þau sóttu um embætti forstjóra ÍSOR Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars. 16. apríl 2020 17:05