Ætla ekki að standa á hliðarlínunni nú eins og í hruninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:46 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“ Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42
Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39