Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2020 12:30 Fiskeldi í sjó er umdeilt. Vísir/ Einar Árnason Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk. Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk.
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira