Valdís Þóra í toppbaráttu í Suður-Afríku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2020 13:45 Valdís Þóra er komin í toppbaráttuna í Suður-Afríku. Mark Runnacles/Getty Images Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra lauk öðrum hring sínum á mótinu í dag á tveimur höggum undir pari eða 70 talsins. Í gær fór hún hringinn á 72 höggum eða pari vallarins. Hún er sem stendur í 7. til 9. sæti mótsins á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur einnig þátt í mótinu en hún náði sér ekki á strik á fyrsta hring í gær. Lék hún hringinn á 80 höggum eða átta höggum yfir pari. Hún er nýfarin af stað á hring dagsins og gæti því átt möguleika á að komast í gegnum niðurskurð mótsins sem miðast við að leika hringina tvo á fjórum höggum yfir pari ef hún leikur vel í dag. Kylfingur.is greindi frá. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í toppbaráttu South Africa Women´s Open mótinu sem fram fer í Höfðaborg. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra lauk öðrum hring sínum á mótinu í dag á tveimur höggum undir pari eða 70 talsins. Í gær fór hún hringinn á 72 höggum eða pari vallarins. Hún er sem stendur í 7. til 9. sæti mótsins á samtals tveimur höggum undir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir tekur einnig þátt í mótinu en hún náði sér ekki á strik á fyrsta hring í gær. Lék hún hringinn á 80 höggum eða átta höggum yfir pari. Hún er nýfarin af stað á hring dagsins og gæti því átt möguleika á að komast í gegnum niðurskurð mótsins sem miðast við að leika hringina tvo á fjórum höggum yfir pari ef hún leikur vel í dag. Kylfingur.is greindi frá.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira