UFC stjarna skiptir þjálfurunum sínum út fyrir kærustuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 10:00 Mike Perry treystir kærustunni sinni Latory Gonzalez til að hjálpa sér í næstu bardögum. Þessi mynd af þeim skötuhjúum er af Instagram síðu hans. Mynd/Instagram Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp. MMA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Næsti bardaginn hjá Mike Perry verður talsvert öðruvísi en sá síðasti hjá honum enda verður nýtt fólk í hans horni á búrinu. Mike Perry keppir í veltivigt hjá UFC en hefur tapað fimm af síðustu sjö bardögum sínum. Hann vill reyna að breyta til svo hann komist aftur á sigurbraut. Perry valdi hins vegar óvenjulega leið til að rífa sig upp úr ógöngunum. Mike Perry er nefnilega orðinn mjög pirraður á slæmum ráðleggingum þjálfara sinna í bardögum hans að undanförnu. Það er auðvitað hann sjálfur sem þarf að lifa með þeim í búrinu. Nú er hann kominn með nóg. UFC star to ditch coaches for next fight in favour of girlfriendhttps://t.co/y9JZMbZyd3 pic.twitter.com/W8d7tOa7nh— Mirror Fighting (@MirrorFighting) May 24, 2020 Mike Perry ætlar því að skipta þjálfurunum út en það sem gerir þessa frétt enn athyglisverðari er að hann ætlar ekki að fá sér nýja þjálfara. Hann ætlar að leita af eftirmönnum þeirra á heimili sínu. Hinn 28 ára gamli bardagakappi er á því að hann þurfi bara á einni manneskju að halda í bardögum sínum hér eftir. „Kærustuna mína, bara hana,“ sagði Mike Perry í MMA Junkie á dögunum. „Ef ekki hana bara, þá hana og vinkonu hennar,“ sagði Perry. „Ég ætla ekki að hlusta á neina þjálfara núna. Þjálfarar sem eru að segja hluti sem þeir sjálfir eru síðan ekki að fara inn í búrið til að gera,“ sagði Perry. View this post on Instagram There s nothing I wouldn t do for you @latorygonzalez ! A post shared by Platinum Mike Perry (@platinummikeperry) on May 18, 2020 at 8:37pm PDT „Þeir vilja að þetta sé svona og svona. Ég þarf á manneskju eins og mig sem segir mér hlutina eins og þeir eru,“ sagði Perry. „Ég er tilbúinn í að berjast fyrir lífi mínu. Það mun enginn fá að taka þetta af mér,“ sagði Mike Perry. „Það eina sem ég þarf að halda frá horninu mínu er að ég fái mína vatnsflösku. Það þarf síðan kannski að þurrka af andlitinu eða setja ís á hálsinn þegar ég kemur heitur inn eftir lotuna,“ sagði Perry og þá vill hann bara hafa kærustuna sína í það. „Þetta er líka ekki lengri tími en fimm mínútur og þá þarf ég bara á vatnsflösku að halda. Ég þarf bara vatn og ís. Ég þarf engar ráðleggingar,“ sagði Perry. Perry keppti síðast í desember 2019 og tapaði þá bardaganum á móti Geoff Neal í fyrstu lotu. Í heildina er Perry með 13 sigra og sex töp.
MMA Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira