Bráðnun á báðum hvelum sexfalt meiri en undir lok síðustu aldar Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2020 16:31 Hlutur bráðnunar stóru ísbreiða jarðarinnar eins og Grænlandsjökuls í hækkun yfirborð sjávar hefur aukist mikið. Hann var um 5% á 10. áratug síðustu aldar en bráðnun íssins þar nemur nú um þriðjungi hækkunarinnar. Vísir/EPA Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum. Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Grænland og Suðurskautslandið tapa nú ís sex sinnum hraðar en þau gerðu á 10. áratugnum vegna hlýnunar jarðar sem hefur átt sér stað síðan þá. Rúmlega sex triljónir tonna af ís bráðnuðu frá 1992 til 2017 samkvæmt gervihnattaathugunum. Bráðnunin sem hefur átt sér stað á þessum tveimur stærstu íshellum heims er nægilegt til að hækka yfirborð sjávar að meðaltali um 17,8 millímetra á heimsvísu. Ístapið er nú við efri mörk þess sem loftslagslíkön sem loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur stuðst við í áætlunum sínum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Um 60% sjávarstöðuhækkunarinnar, um 10,6 millímetrar, eru rakin til bráðnunar á Grænlandi en um 40%, um 7,2 millímetrar, til Suðurskautslandsins. Saman töpuðu ísbreiðurnar um 81 milljarði tonna af ís að meðaltali á ári á 10. áratugnum. Á öðrum áratug þessarar aldar var ístapið farið að hlaupa á 475 milljörðum tonna árlega. Þetta er á meðal niðurstaðan hóps sérfræðinga sem lagðist yfir gervihnattagögn sem ná yfir tæplega þrjátíu ára tímabil. Sjá einnig: Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Niðurstöðurnar þýða að hækkun yfirborðs sjávar fyrir lok aldarinnar miðað við meðalmikla losun gróðurhúsalofttegunda (RCP4,5) verðu umtalsvert meiri en IPCC gerði ráð fyrir í vísindaskýrslu sinni árið 2014. Þá var spáð 53 sentímetra hækkun fyrir árið 2100 en tölurnar um ístap Grænlands og Suðurskautslandsins þýðir að hækkunin gæti orðið sautján sentímetrum meiri. „Verði það raunin setur það 400 milljónir manna í hættu vegna árlegra sjávarflóða fyrir árið 2100,“ segir Andrew Shepherd, prófessor við Háskólann í Leeds á Englandi, sem tók þátt í yfirferðinni yfir gervihnattagögnin. Sjá einnig: Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Því er spáð að hækkun yfirborðs sjávar við strendur Íslands verði aðeins um þriðjungur hækkunarinnar á heimsvísu á þessari öld. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökul. Ísbreiðan er svo massamikil að þyngdarkraftur hennar hækkar sjávarstöðuna í kringum jökulinn. Þegar ísinn bráðar og jökullinn tapar masssa slaknar á þyngdarkraftinum og sjávarstaða í nágrenni Grænlands lækkar, þar á meðal við Ísland. Það öfuga gildir um bráðnun á Suðurskautslandinu. Óvissa um örlög ísbreiðunnar á vesturhluta Suðurskautslandið þýðir að hækkun sjávarstöðu við Ísland gæti orðið allt að tvöfalt meiri en núverandi spár gera ráð fyrir fari allt á versta veg á næstu árum og áratugum.
Loftslagsmál Vísindi Grænland Suðurskautslandið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“