Forsætisráðherrann fékk ekki að hitta móður sína fyrir andlátið Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 11:59 Reglur sem ríkisstjórn Rutte forsætisráðherra komu í veg fyrir að hann gæti hitt aldraða móður sína síðustu vikurnar áður en hún andaðist fyrr í þessum mánuði. Vísir/EPA Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins. Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir að hann hafi ekki fengið að hitta 96 ára gamla móður sína síðustu vikurnar sem hún lifði vegna heimsóknatakmarkana sem eru í gildi á hjúkrunarheimilum vegna kórónuveirufaraldursins. Móðir ráðherrans lést fyrir tæpum tveimur vikum en ekki af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Þá höfðu takmarkanir sem ríkisstjórn Rutte kom á verið í gildi í meira en tvo mánuði. Talsmaður Rutte segir forsætisráðherrann hafa fylgt öllum fyrirmælum yfirvalda. Washington Post segir að tilfelli forsætisráðherrans sé dæmigert fyrir þær fórnir sem margir hafa þurft að færa til að hefta útbreiðslu farsóttarinnar undanfarnar vikur og mánuði. Nú stendur þó til að slaka á takmörkunum á hjúkrunarheimilum. Rutte hefur þótt til fyrirmyndar í hvernig bregðast eigi við faraldrinum á sama tíma og ýmsir kollegar hans í Evrópu hafa gerst sekir um að hafa fyrirmæli yfirvalda að engu. Alexander van der Bellen, forseti Austurríkis, þurfti að biðjast afsökunar opinberlega eftir að til hans sást á veitingastað meira en klukkustund eftir að reglur kváðu á um að þeim bæri að loka. Á Írlandi á Leo Varadkar, forsætisráðherra, í vök að verjast vegna lautarferðar í garði nýlega. Hann heldur því fram að lautarferðin hafi ekki stangast á við fyrirmæli stjórnvalda jafnvel þó að í þeim hafi sérstaklega verið varað við því að fólk færi í lautarferðir. Þá sætir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, harðri gagnrýni fyrir að standa við bakið á Dominic Cummings, aðalráðgjafa sínum, eftir að sá síðarnefndi varð uppvís að því að ferðast hundruð kílómetra frá London með eiginkonu sína sem sýndi einkenni Covid-19 og barn á sama tíma og stjórnvöld lögðu fast að almenningi að halda sig heima til að stöðva útbreiðslu faraldursins.
Holland Bretland Austurríki Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. 24. maí 2020 20:53