Búið að sýna fram á fyrstu lygina hjá Michael Jordan í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 10:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í kringum þann tíma sem hann komst loksins í gegnum Detroit Pistons liðið. Getty/Focus Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992. NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992.
NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira