Skoska úrvalsdeildarfélagið Livingston fer nýstárlegar leiðir til þess að ákveða hvort að markvörðurinn Gary Maley verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð en stuðningsmennirnir ráða þar ferðinni.
Maley rennur út af samningi í næsta mánuði og skoska félagið hefur sett könnun á Twitter-síðu sína þar sem þeir spyrja stuðningsmennina um hvort að framlengja ætti við Maley eða ekki.
Þessi 37 ára gamli markvörður gekk í raðir félagsins þegar þeir voru í 3. deild árið 2016 og er þriðji markvörður félagsins. Hann hefur einungis spilað sjö leiki frá því að hann gekk í raðir félagsins og ekki spilað aðalliðsleik í tvö ár.
| Quite possibly a football first but we re giving you the chance to decide on the future of goalkeeper @Maley1Gary.
— Livingston FC (@LiviFCOfficial) May 25, 2020
With his contract expiring next month, we re leaving it in the hands of the fans as to whether or not we offer Stretch an extension.
Stay or go - you decide!
Það eru góðar fréttir fyrir markvörðinn því yfir 150 þúsund manns hafa tekið þátt í könnuninni og meiri hlutinn hefur kosið það að markvörðurinn fái nýjan samning en á síðasta tímabili var hann eini leikmaður efstu deildarinnar sem var á hálf-atvinnumannasamningi á síðustu leiktíð.
Livingston var í 5. sæti skosku deildarinnar er deildin var blásin af.