Stórt verkefni flugvirkja að vernda flugflota Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2020 22:39 Flugvirkjar setja tæringarvörn inn á eldsneytiskerfi þotuhreyfils í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Flugvélar eru smíðaðar til að fljúga en ekki til að standa kyrrar á jörðinni vikum og mánuðum saman. Af um þrjátíu þotum Icelandair eru aðeins þrjár þessa dagana að fljúga með farþega. Hinum farþegaþotunum er búið að pakka inn í geymsluumbúðir meðan fraktvélarnar hafa næg verkefni. Snúrur og slöngur, sem við sjáum liggja upp í hreyflana á útistæðum, eru liður í því að tryggja varðveislu flugvélanna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir það heljarinnar verkefni. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Já, þetta er mjög stórt verkefni og hver einasta flugvél þarf töluverða athygli, bæði til að koma henni í geymslu og svo til að viðhalda henni meðan á geymslu stendur,“ segir Jens. Sumar þoturnar eru í skammtímageymslu og aðrar í langtímageymslu, eins og sú sem við sáum inni í flugskýli en þar voru flugvirkjar að setja tæringarvörn á eldsneytiskerfi hreyfilsins. Síðan var flugskýlið opnað því ræsa átti hreyfilinn. „Það eru sum verk sem þarf að vinna á þriggja daga fresti, önnur á sjö daga fresti, sum á tveggja vikna fresti, og allt upp í sum á mánaðarfresti, sem þarf þá að eiga sér stað allan tímann. Þannig að það er nóg að gera hjá fólkinu hérna bara við það að halda utan um þær vélar sem eru í geymslu hér á vellinum,“ segir Jens. Búið er að breiða yfir framrúður og hreyfilop þeirra flugvéla Icelandair sem standa óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli og sæta geymslumeðferð.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þetta er raunar aðalverkefni meirihluta flugvirkjanna þessa dagana; að sjá til þess að vélarnar haldist flughæfar og skemmist ekki. Besti geymslustaðurinn fyrir þær væri samt þurr eyðimörk, særokið á Miðnesheiði er því áskorun. „Þetta snýst líka mikið um það bara hreinlega að þvo vélarnar, þrífa af þeim reglulega.“ Svo er límt fyrir alla opnanlega fleti. „Það er einfaldlega til að reyna að tryggja að það sé eðlilegt rakastig í vélinni, vegna þess að raki er mikill óvinur flugvéla.“ Jens segir að nú komi sér vel að hafa stór og góð flugskýli. „Það eru gríðarlega mikilvægir innviðir fyrir Icelandair að eiga svona aðstöðu, og eiga þessa þekkingu, til þess að vera tilbúin í þann rekstur sem félagið þarf á að halda um leið og kallið kemur,“ segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12 Forsætisráðherra segir engan þora á spá um farþegafjölda Forsætisráðherra segir engan þora að spá til um fjölda farþega til landsins í sumar eftir opnun landamæranna hinn 15. júní. Mikil óvissa ríki áfram um þróun mála í heiminum. 27. maí 2020 11:52 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Meirihluti flugvirkja Icelandair sinnir nú sérhæfðu geymsluverkefni, sem er að verja kyrrsettar flugvélar skemmdum svo þær verði klárar til flugs á ný um leið og þörf verður fyrir þær. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Flugvélar eru smíðaðar til að fljúga en ekki til að standa kyrrar á jörðinni vikum og mánuðum saman. Af um þrjátíu þotum Icelandair eru aðeins þrjár þessa dagana að fljúga með farþega. Hinum farþegaþotunum er búið að pakka inn í geymsluumbúðir meðan fraktvélarnar hafa næg verkefni. Snúrur og slöngur, sem við sjáum liggja upp í hreyflana á útistæðum, eru liður í því að tryggja varðveislu flugvélanna. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, segir það heljarinnar verkefni. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Já, þetta er mjög stórt verkefni og hver einasta flugvél þarf töluverða athygli, bæði til að koma henni í geymslu og svo til að viðhalda henni meðan á geymslu stendur,“ segir Jens. Sumar þoturnar eru í skammtímageymslu og aðrar í langtímageymslu, eins og sú sem við sáum inni í flugskýli en þar voru flugvirkjar að setja tæringarvörn á eldsneytiskerfi hreyfilsins. Síðan var flugskýlið opnað því ræsa átti hreyfilinn. „Það eru sum verk sem þarf að vinna á þriggja daga fresti, önnur á sjö daga fresti, sum á tveggja vikna fresti, og allt upp í sum á mánaðarfresti, sem þarf þá að eiga sér stað allan tímann. Þannig að það er nóg að gera hjá fólkinu hérna bara við það að halda utan um þær vélar sem eru í geymslu hér á vellinum,“ segir Jens. Búið er að breiða yfir framrúður og hreyfilop þeirra flugvéla Icelandair sem standa óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli og sæta geymslumeðferð.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þetta er raunar aðalverkefni meirihluta flugvirkjanna þessa dagana; að sjá til þess að vélarnar haldist flughæfar og skemmist ekki. Besti geymslustaðurinn fyrir þær væri samt þurr eyðimörk, særokið á Miðnesheiði er því áskorun. „Þetta snýst líka mikið um það bara hreinlega að þvo vélarnar, þrífa af þeim reglulega.“ Svo er límt fyrir alla opnanlega fleti. „Það er einfaldlega til að reyna að tryggja að það sé eðlilegt rakastig í vélinni, vegna þess að raki er mikill óvinur flugvéla.“ Jens segir að nú komi sér vel að hafa stór og góð flugskýli. „Það eru gríðarlega mikilvægir innviðir fyrir Icelandair að eiga svona aðstöðu, og eiga þessa þekkingu, til þess að vera tilbúin í þann rekstur sem félagið þarf á að halda um leið og kallið kemur,“ segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12 Forsætisráðherra segir engan þora á spá um farþegafjölda Forsætisráðherra segir engan þora að spá til um fjölda farþega til landsins í sumar eftir opnun landamæranna hinn 15. júní. Mikil óvissa ríki áfram um þróun mála í heiminum. 27. maí 2020 11:52 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Samningsstaða Icelandair gagnvart Boeing styrkist Kyrrsetning Boeing Max flugvélanna setti áætlanir Icelandair úr skorðum en félagið á enn eftir að fá tíu af sextán flugvélum sem það pantaði afhentar. Forstjórinn segir samningsstöðu Icelandair gagnvar Boeing styrkjast eftir því sem það dragist að koma flugvélunum í umferð. 27. maí 2020 12:12
Forsætisráðherra segir engan þora á spá um farþegafjölda Forsætisráðherra segir engan þora að spá til um fjölda farþega til landsins í sumar eftir opnun landamæranna hinn 15. júní. Mikil óvissa ríki áfram um þróun mála í heiminum. 27. maí 2020 11:52
Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40