Innlent

Ölvaður á rúm­lega 200 kíló­metra hraða á Reykja­nes­brautinni

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru ellefu manns til viðbótar teknir fyrir of hraðan akstur.
Alls voru ellefu manns til viðbótar teknir fyrir of hraðan akstur. Vísir/Vilhelm

Lögregla stöðvaði í vikunni erlendan ökumann á 203 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Hann er einnig grunaður um ölvunarakstur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Þar segir að ökumaðurinn hafi verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða og gert að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir brot sín.

Þá segir að tíu ökumenn til viðbótar hafi verið staðnir að hraðakstri á brautinni.

„Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem ók sviptur ökuréttindum með barn í bílnum.

Nokkur umferðalagabrot til viðbótar voru skráð í vikunni. Tveir óku á negldum dekkjum, einn vargrunaður um fíkniefnaakstur og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×