Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. maí 2020 12:30 Strikið í Kaupmannahöfn í Danmörku er vinsælt meðal ferðamanna. Getty/NurPhoto Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. Guðlaugur Þór greindi frá því í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar að utanríkisráðherra Danmerkur hefði tilkynnt honum í gær að Danir hygðust opna landamæri sín fyrir Íslendingum þann 15. júní. „Við auðvitað gleðjumst yfir því,“ sagði Guðlaugur sem bætti við að íslensk stjórnvöld hefðu kallað eftir nánu samstarfi við þau dönsku varðandi alla undirbúningsvinnu við opnun landamæra. „Þó það sé ekki alveg nákvæmlega í því uppleggi sem við lögðum upp með þá liggur það fyrir að það er verið að opna og þar með talið fyrir okkur.“ Frétt DR um ferðalög Dana í sumar.Skjáskot Skimunaráform höfðu ekki áhrif Auk þess sem Danir bjóða Íslendinga velkomna um miðjan júní tilkynnti Guðlaugur að Færeyingar hygðust bjóða landsmenn velkomna á sama tíma. Þá munu Eistar opna landamæri sín gagnvart Íslendingum 1. júní. Aðspurður um hvort skimunaráform Íslendinga á landamærunum hafi sett strik í reikninginn í samræðum utanríkisþjónustunnar við kollega sína erlendis segir Guðlaugur Þór svo ekki vera. „Annars vegar höfum við náð góðum árangri í þessum efnum eins og við þekkjum, við höfum haldið því á lofti og vakið athygli annarra þjóða á því sem er mjög mikilvægt. Það er sömuleiðis mikilvægt að vera í nánu samtali og það höfum við lagt áherslu á í utanríkisþjónustunni. Þannig að þegar fara loksins að opnast flugleiðir og landamæri fara opnast að við séum inni í þeirri mynd,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.vísir/vilhelm Í viðræðum við Norðmenn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, greindi frá því á blaðamannafundi sínum í hádeginu að landamæri Danmerkur verði opnuð aftur fyrir ferðamönnum frá ákveðnum löndum í júní. Ísland væri á meðal þeirra ríkja sem Danir opna landamæri sín fyrir frá og með 15. júní. Sömuleiðis munu Danir opna á ferðir Þjóðverja til landsins um miðjan júní. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hélt einnig blaðamannafund í hádeginu. Greindi hún frá því að samkomulag hafi náðst milli Dana og Norðmanna um ferðir milli ríkjanna í sumar. „Samkomulagið milli Danmerkur og Noregs felur í sér að danskir ferðann geti komið til Noregs og norskir ferðamenn geti ferðast til Danmerkur,“ sagði Solberg. Hún sagði ennfremur að norsk stjórnvöld eigi enn í viðræðum við stjórnvöld á Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð um að hægt verði að koma á sambærilegu fyrirkomulagi milli ríkjanna og eigi nú við um Danmörk og Noreg. Lagði Solberg áherslu á að ferðamenn verði að hlíta þeim reglum sem komið hefur verið á í hverju landi fyrir sig. Sömu reglur eigi ekki endilega við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Íslendingar erlendis Ferðalög Eistland Færeyjar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira