Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði, var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í dag.
Í tilkynningu kemur fram að tveir hafi verið í framboði, Ólafur og Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri hjá Brim hf.
„Ólafur fékk 49,99% atkvæða en Ægir Páll 49,05%. Ólafur tekur við formennsku af Jens Garðari Helgasyni, sem verið hefur formaður samtakanna frá stofnun árið 2014. En samkvæmt samþykktum samtakanna, má hver stjórnarmaður að hámarki vera sex samfelld ár í stjórn,“ segir í tilkynningunni.
