Segja of snemmt að draga úr félagsforðun í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 10:10 Íbúar London njóta blíðunnar. EPA/ANDY RAIN Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Breskir vísindamenn sem ráðleggja yfirvöldum segja of snemmt að létta á félagsforðun í Bretlandi. Þeir segja dreifingu Covid-19 enn of mikla til að rétt sé að slaka á reglum og tilmælum og að undirbúningur varðandi rakningu smita sé ekki nógu langt kominn. Meðlimir ríkisstjórnar Boris Johnson segjast vonast til þess að rakningarkerfi Bretlands muni duga til að stöðva dreifingu nýju kórónuveirunnar. Á mánudaginn verða skólar opnaðir á nýjan leik í Bretlandi og allt að sex manns gert kleift að koma saman. Prófessorinn John Edmunds sagði það hafa verið pólitíska ákvörðun að draga úr félagsforðun og fella niður takmarkanir. Kollegi hans, Jeremy Farrar sagði að rakningarkerfi Bretlands þyrfti að vera í fullri notkun áður en umrædd skref verða tekin. Covid-19 spreading too fast to lift lockdown in England. Agree with John & clear science advice. TTI has to be in place, fully working, capable dealing any surge immediately, locally responsive, rapid results & infection rates have to be lower. And trusted https://t.co/ZmYKs4Go3W— Jeremy Farrar (@JeremyFarrar) May 29, 2020 Aðrir vísindamenn sem sitja í ráðgjafaráðinu Sage, sem ráðleggur yfirvöldum, hafa slegið á svipaða strengi. Í stuttu máli sagt, þá segja vísindamennirnir að smitum sé enn að fjölga í Bretlandi og að ríkið sé illa búið fyrir mikla aukningu. Í frétt BBC segir að smitum sé enn að fjölga mun hraðar en spár gerðu ráð fyrir og þau gögn sem liggi fyrir gefi í skyn að smituðum fjölgi um átta þúsund á dag og það bara í Englandi. Heilt yfir hafa minnst 272. 607 smitast af veirunni í Bretlandi, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Bretland er eitt þeirra landa sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Miðlum ber þó ekki saman um hve margir hafa dáið þar. Johns Hopkins segir til að mynda að minnst 38.243 hafi dáið og er Bretland í öðru sæti á lista háskólans. Á undan Bretlandi eru Bandaríkin þar sem rúmlega hundrað þúsund manns hafa dáið og á eftir er Ítalía þar sem 33.229 hafa dáið. Samkvæmt talningu Reuters fréttaveitunnar hafa þó minnst 48 þúsund Bretar dáið vegna faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira