Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Lovísa Arnardóttir skrifar 15. nóvember 2025 08:58 Úkraínskir hermenn við störf í Karkív. Vísir/EPA Oleksii Kuleba, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu með ábyrgð á innviðum, segir að yfir 800 árásir hafi verið skráðar frá áramótum á lestarkerfi landsins. Það sé tilraun Rússa til að eyðileggja eða takmarka flutningsgetu. Hann segir árásir á innviði, frá upphafi árs, hafa valdið tjóni sem nemur einum milljarði dollara. „Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
„Ef þú berð saman síðustu þrjá mánuði hafa árásir þrefaldast,“ er haft eftir Kuleba í frétt Guardian um málið. „Frá áramótum hafa verið gerðar 800 árásir á járnbrautarinnviði og yfir 3.000 járnbrautarhlutir hafa skemmst. Það sem við höfum séð í þessum stigvaxandi árásum er að þeir fara eftir lestunum og sérstaklega í þeim tilgangi að drepa lestarstjórana.“ Í umfjöllun Guardian um árásirnar kemur fram að járnbrautarkerfið sé afar mikilvægt í Úkraínu og að til dæmis fari um 63 prósent allra vöruflutninga fram í gegnum kerfið og 37 prósent af ferðaumferð. Engir almennir flugvellir hafa verið starfræktir frá því að Rússar gerðu allsherjarinnrás sína, þannig að flestir ferðast til og frá landinu með lest. „Þetta snýst ekki bara um fjölda [árása], heldur einnig um nálgun óvinahersins,“ segir Oleksandr Pertsovskyi, yfirmaður úkraínsku ríkisjárnbrautanna, Ukrzaliznytsia. Hann segir Rússa hafa mjög nákvæma Shahed-dróna sem þeir noti til að miða á einstakar eimreiðar. Ýmislegt hefur þó verið gert í Úkraínu samkvæmt umfjölluninni til að vernda járnbrautarkerfið eins og að setja upp sérstakt kerfi til að verjast drónaárásum auk þess að þjálfa starfsmenn lestanna. Kuleba segir Rússa hafa þrjú markmið: að eyðileggja flutningakerfi Úkraínu í suðri til að koma í veg fyrir vöruflutninga til hafnarborga; að trufla lestarumferð nálægt víglínunum á svæðum eins og Chernihiv og Sumy; og „að eyðileggja allt“ í Donbas, iðnaðarhjarta Úkraínu í austri sem samanstendur af Donetsk- og Luhansk-héruðum. Í nýlegu viðtali við Associated Press sagði Serhii Beskrestnov, úkraínskur hernaðar- og drónasérfræðingur, að lestir væru sérstaklega viðkvæmar fyrir drónum vegna þess að þær væru tiltölulega hægfara og fylgdu fyrirsjáanlegum leiðum. Hann sagði enn fremur að eftir því sem drægni rússneskra dróna eykst og tæknin verður sífellt flóknari verði stærri hluti járnbrautanna innan seilingar. „Ef Rússar halda áfram að ráðast á dísil- og rafmagnseimreiðar mun sá tími koma mjög fljótlega að teinarnir verða enn heilir en við munum ekki hafa neitt eftir til að keyra á þeim,“ sagði Beskrestnov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira