Liverpool vonast enn eftir Werner sem vill koma Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 12:45 Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig á leiktíðinni. vísir/getty Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar. Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Werner er falur fyrir þessa upphæð vegna klásúlu í samningi við Leipzig, en fresturinn til að nýta klásúluna rennur út eftir hálfan mánuð. Samkvæmt frétt The Guardian vill Werner sjálfur fara til Liverpool og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð stjórn félagsins að Werner yrði fullkominn fyrir hina verðandi Englandsmeistara. Liverpool hefur ekki lagt fram tilboð í Werner, og þar ráða erfiðleikar vegna kórónuveirufaraldursins eflaust miklu. The Guardian segir að félagið hafi ekki gefist upp við að finna leið til að reiða fram 52,7 milljónir punda fyrir 15. júní. Takist það ekki þyrfti Liverpool að semja við Leipzig um kaupverð, en samningur Werners við þýska félagið gildir til ársins 2023. Inter Mílanó hafði áhuga á Werner en íþróttastjóri Inter, Piero Ausilio, sagði í gær að Werner kæmi ekki til félagsins. Viðræður við leikmanninn hefðu aldrei hafist og ljóst væri hvert hugur hans stefndi. Werner, sem er 24 ára, hóf ferilinn hjá Stuttgart en fór til RB Leipzig árið 2016. Síðan þá hefur hann skorað yfir 10 mörk á hverju tímabili í þýsku 1. deildinni og hann hefur skorað 24 mörk í 28 leikjum í vetur, þar á meðal þrennu gegn Mainz um síðustu helgi. Leipzig er fyrir leiki dagsins níu stigum á eftir Bayern München í toppbaráttu deildarinnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30 Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30 Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Sjá meira
Werner sagður klár en óvíst hvort að Liverpool sé tilbúið að borga klásúluna Þýski framherjinn Timo Werner er tilbúinn að ganga í raðir Liverpool í sumar frá RB Leipzig ef félagið borgar upp klásúlu í samningi hans en hann er falur fyrir 52 milljónir punda. Sky Sports greinir frá. 24. apríl 2020 08:30
Liverpool vill selja þrjá leikmenn til þess að kaupa Werner Liverpool er sagt reiðubúið til þess að selja þrjá leikmenn til þess að safna peningum til að kaupa framherja RB Leipzig, Timo Werner, en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. 25. maí 2020 12:30
Mainz bað Klopp um að kaupa Werner strax Twitter-síða þýska úrvalsdeildarliðið Mainz sló á létta strengi eftir að Timo Werner skoraði þrjú mörk gegn þeim um helgina en þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem Werner gerði Mainz lífið leitt. 26. maí 2020 10:30