Microsoft skiptir blaðamönnum út fyrir vélmenni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2020 13:37 Microsoft hyggst skipta blaðamönnum út fyrir gervigreind. Getty/ John Lamparski Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi. Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Microsoft hyggst skipta blaðamönnum sem skrifa fréttir fyrir MSN vefsíðu fyrirtækisins út fyrir vélmenni sem velja nýtt fréttaefni sjálfkrafa. Blaðamenn vinna hjá fréttastofu Microsoft við að velja fréttir sem birtar eru á öðrum fréttavefsíðum, myndir og fyrirsagnir en gervigreind mun taka við því verkefni innan skamms samkvæmt frétt sem birtist á vef breska ríkisútvarpsins. Fyrirtækið greindi frá því að breytingin væri hluti af endurmati innan fyrirtækisins. „Líkt og önnur fyrirtæki metum við rekstur fyrirtækisins reglulega. Það getur leitt til þess að fjárfest sé meira í ákveðnum deildum innan fyrirtækisins og stundum að hliðrað sé til í starfsliðinu,“ sagði í yfirlýsingu frá Microsoft. „Þessar ákvarðanir eru ekki vegna faraldursins sem ríður nú yfir.“ Microsoft, líkt og mörg önnur tæknifyrirtæki, greiða fréttastofum fyrir að fá að birta fréttir frá þeim á vefsíðu sinni. Microsoft greiðir einnig blaðamönnum fyrir að velja hvaða fréttir skulu birtar. Í kring um 50 blaðamenn sem eru á verktakasamningi munu missa vinnuna í lok júní hjá Microsoft, en teymi blaðamanna sem vinna fulla vinnu hjá Microsoft munu þó halda áfram. „Það er mannskemmandi að hugsa til þess að vélar geti komið í stað manns en þar hefurðu það,“ sagði einn þeirra sem mun missa vinnuna í samtali við Seattle Times. Nokkrir blaðamannanna sem munu missa vinnuna bentu á það að gervigreind gæti ekki endilega áttað sig á ritstjórnarreglum og gæti hleypt fréttum í gegn sem væru óviðeigandi.
Tækni Fjölmiðlar Microsoft Gervigreind Tengdar fréttir Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48
Gates hættir í stjórn Microsoft og helgar sig mannúðarmálum Stofnandi Microsoft hefur helgað sig mannúðarmálum í síauknum mæli undanfarin ár. Með því að víkja úr stjórn fyrirtækisins vill Bill Gates skapa sér meiri tíma til að vinna að þeim hugðarefnum sínum. 14. mars 2020 08:35