Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 31. maí 2020 19:49 Lundúnarbúar flykktust á Trafalgartorg og sýndu samstöðu með mótmælendum í Bandaríkjunum. Getty/Hollie Adams Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum. Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. Fimmtu nóttina í röð fjölmenntu Bandaríkjamenn út á götur til að mótmæla dauða Floyd sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur kröfðust réttlætis og vilja þeir útrýma kynþáttafordómum meðal lögreglumanna. Mótmælt var í hátt í hundrað borgum víðs vegar um landið þrátt fyrir að útgöngubann væri í gildi í mörgum þeirra. „Við verðum að takast á við þetta á hverjum degi. Á hverjum degi eru ungir svartir menn fórnarlömb kerfisins,“ segir Tru Williams íbúi í Sacramento sem er einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum þar í borg. Mótmælin fóru víðast hvar rólega af stað en spennan magnaðist hratt og fljótlega tók að sjóða upp úr. Víða var kveikt í byggingum og rúður og bílar eyðilagðir. „Þetta var erfið nótt í New York, það er enginn vafi. Við sáum hluti sem við viljum aldrei sjá og sem við viljum vera viss um að eigi sér ekki stað í framtíðinni,“ segir Bill de Blasio borgarstjóri í New York. Íbúar eru ekki allir sáttir við skemmdarverkin sem fylgja mótmælunum. „Við getum mótmælt á friðsamlegan hátt. Allar þessar íkveikjur eru óþarfar,“ segir Aapri Cummings íbúi í New York. Hiti hefur færst í mótmælin undanfarið en í fyrstu fóru þau friðsamlega fram.Getty/Anadolu Mótmælendur voru margir með grímur til að verja sig gegn kórónuveirunni. Margir óttast að mótmælin geti haft það í för með sér að veiran taki að breiðast meira út. Tugir lögregluþjóna og mótmælanda slösuðust í nótt en nokkrir hafa látið lífið í átökum síðustu daga. Þá safnaðist fólk saman í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag og er verið er að undirbúa mótmæli á Austurvelli á miðvikudaginn. „Við gerum þetta auðvitað vegna þess að líf svartra skiptir máli, við verðum að styðja það. Það er ekki gott að fólki sé mismunað vegna hörundslitar. Við erum jú öll manneskjur,“ segir Soumaya Yusuf íbúi í Kaupmannahöfn sem mætti á Ráðhústorgið þar í borg í dag ásamt fleiri mótmælendum.
Bandaríkin Bretland Danmörk Dauði George Floyd Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira