RÚV braut fjölmiðlalög með birtingu Exit á vefnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 16:43 Rúv er gert að fjarlægja þættina Exit úr spilaranum á ruv.is. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira