Fótbolti

Spilað ört á Ítalíu fyrsta mánuðinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason og félagar í Brescia sita sem fastast á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Birkir Bjarnason og félagar í Brescia sita sem fastast á botni ítölsku úrvalsdeildarinnar. Emilio Andreoli/Getty Images

Ítalska úrvalsdeildin fer aftur af stað þann 20. júní eftir að hafa verið í tveggja mánaðar pásu vegna kórónufaraldursins. Það verður vægast sagt spilað þétt á Ítalíu fyrsta mánuðinn en alls spila lið deildarinnar tvo leiki á viku á þeim tíma.

Leikið verður nánast daglega þangað til deildinni lýkur þann 2. ágúst næstkomandi en alls eru tólf umferðir eftir af deildinni auka fjögurra leikja úr umferð sem ekki náðist að klára áður en deildin var sett á ís.

Botnlið Brescia, lið Birkis Bjarnasonar, mætir Fiorentina á útivelli þann 22. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×