11 dagar í Pepsi Max: Tólf plús þrettán tímabil Atla og Tryggva eru söguleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2020 12:00 Atli Guðnason í leik með FH liðinu á móti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Vísir/Daníel Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 11 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Guðmundsson varð fyrstur til að gefa þrettán stoðsendingar á einu tímabilið sumarið 2008 og fjórum árum síðar jafnaði Atli Guðnason afrek hans. Þetta eru þeir tveir leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Stoðsendingar hafa verið teknar saman síðan sumarið 1992 eða síðan sjónvarpsstöðvarnar fóru að taka upp alla leiki hér á landi. Tryggvi Guðmundsson bætti stoðsendingametið um tvær stoðsendingar þegar hann gaf 13 stoðsendingar í 12 leik sumarið 2008 en að auki skoraði Tryggvi sjálfur 12 mörk og hjálpaði FH-liðinu að verða Íslandsmeistari. Tryggvi varð þarna sá fyrsti til að skorað tíu mörk og gefa tíu stoðsendingar á einni leiktíð í efstu deild. Tryggvi bætti metið með sinni tólftu stoðsendingu en þar lagði hann upp sigurmark Atla Viðars Björnssonar í 3-2 sigri á Keflavík. Þetta var eitt allra mikilvægast mark sumarsins, sigurmark í uppbótatíma þar sem jafntefli hefði fært Keflvíkingum Íslandsmeistaratitilinn. Atli Guðnason jafnaði met Tryggva fjórum árum síðar eða þegar hann var með 12 mörk og 13 stoðsendingar í 22 leikjum á Íslandsmeistarasumri FH 2012. Atli skrifaði þá söguna með því að verða fyrsti maðurinn til að verða markakóngur og stoðsendingakóngur á sama tímabili í efstu deild. Atli jafnaði stoðsendingamet Tryggvi með því að leggja upp mark fyrir Albert Brynjar Ingason í lokaumferðinni. Hann hafði áður lagt upp tvö mörk í 3-0 sigri á Keflavík en eftir þann sigur þurfti FH-liðið aðeins jafntefli í þriðju síðustu umferðinni til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Atli á einnig ellefu stoðsendingatímabil og er ásamt Haraldi Ingólfssyni sem hefur tvisvar sinnum náð því að gefa ellefu stoðsendingar á einni leiktíð. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa gefið flestar stoðsendingar á einu sumri í efstu deild karla. Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Flestar stoðsendingar á einu tímabili í efstu deild 1992-2019: 13 - Atli Guðnason, FH 2012 13 - Tryggvi Guðmundsson, FH 2008 11 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2013 11 - Atli Guðnason, FH 2014 11 - Matthías Vilhjálmsson, FH 2009 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1996 11 - Haraldur Ingólfsson, ÍA 1995 11 - Guðmundur Benediktsson, KR 1999 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2005 10 - Samuel Lee Tillen, FH 2013 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2014 10 - Ólafur Páll Snorrason, FH 2011 10 - Ragnar Leósson, Fjölnir 2014 10 - Stefán Þór Þórðarson, ÍA 2004 10 - Guðmundur Steinarsson, Keflavík 2011 10 - Óskar Örn Hauksson, KR 2012 10 - Guðmundur Benediktsson, KR 2009 10 - Gunnar Örn Jónsson, KR 2009 10 - Kristinn Freyr Sigurðsson, Valur 2018 10 - Guðmundur Benediktsson, Valur 2005
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... FH Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti