Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 10:20 Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, í beinni útsendingu á götum Hong Kong kynnir öryggislögin umdeildu. EPA-EFE/JEROME FAVRE Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu. Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu.
Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30
Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19