Mikil aukning í umsóknum íbúa Hong Kong um bresk vegabréf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2020 10:20 Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, í beinni útsendingu á götum Hong Kong kynnir öryggislögin umdeildu. EPA-EFE/JEROME FAVRE Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu. Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Íbúar í Hong Kong geta sótt um endurnýjun á bresku vegabréfi sínu og átt möguleika á að verða breskir ríkisborgarar vegna yfirvofandi innleiðingu öryggislaga kínverskra stjórnvalda í Hong Kong. Öllum íbúum Hong Kong var afhent breskt vegabréf fyrir breska þegna erlendis (e. British National Overseas), BNO vegabréf, áður en svæðið var afhent Kína á ný árið 1997. Reuters greinir frá því að nærri þrjár milljónir Hong Kong búa geti sótt um vegabréfið. Það heimilar vegabréfshöfum að heimsækja Bretland í sex mánuði í senn en ekki að búa eða vinna þar sjálfkrafa. Sækja þarf sérstaklega um það þrátt fyrir að fólk búi yfir vegabréfinu. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þó að hægt væri að endurskoða sex mánaða takmarkið komi til þess að öryggislögin verði innleidd. Öryggislögin voru samþykkt af kínverska þinginu fyrir helgi en þau munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undan yfirráðum Kína þar. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þá hafa ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmt kínversk stjórnvöld. Þegar Bretar afhentu Kínverjum Hong Kong árið 1997 var það gegn þeirri skuldbindingu að íbúum héraðsins yrði tryggt grundvallarfrelsi. Ríkin fjögur segja þjóðaröryggislögin vera í trássi við þá skuldbindingu. Mikil aukning í umsóknum um BNO vegabréf Jafnvel áður en kínversk stjórnvöld kynntu lagatillöguna var mikil aukning í endurnýjun BNO vegabréfa og segir í frétt Reuters að rekja megi það til óeirðanna sem hafa staðið yfir í Hong Kong frá því í apríl í fyrra. Samkvæmt nýjum tölum sem fréttastofa Mingpao hefur undir höndum frá breska vegabréfaembættinu margfölduðust umsóknir fyrir BNO vegabréf á síðari hluta síðasta árs. Meira en 120 þúsund manns sóttu um árið 2019 en umsóknirnar voru um 14 þúsund árin 2017 og 2018. Þá hafa innflytjendaráðgjafar einnig greint frá því að mikil aukning hafi verið í fyrirspurnum um brottflutning frá Hong Kong frá því að Kína tilkynnti lagatillöguna 21. maí síðastliðinn. „Í síðustu viku bárust um 100 fyrirspurnir á dag,“ sagði Swing Wong, yfirmaður Midland innflytjendaráðgjafastofunnar, en fyrr á þessu ári voru þær um 50 á dag. Þá sagði hann að fólk spyrjist fyrir um Bretland, Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Taívan og Malasíu.
Hong Kong Kína Bretland Tengdar fréttir Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30 Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07 Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Minningarathöfn um mótmælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjátíu ár Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. 1. júní 2020 17:30
Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. 29. maí 2020 11:07
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19