Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Andri Eysteinsson skrifar 2. júní 2020 12:45 Lilja skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. Greint var frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Páll Magnússon var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember síðastliðnum. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hafði starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi svo metið að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem kærði ráðninguna, var ekki í þeim hópi. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi samanborið við Pál varðandi menntun, reynslu af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfilega og hæfni til að tjá sig í riti. Verulega hafi skort á efnislegan rökstuðning ráðherrans fyrir ráðningunni. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi um brot gegn jafnréttislögum verið að ræða. Íhugar næstu skref ásamt lögfræðingi Ráðuneytisstjórinn Páll hefur lokið meistaragráðum í lögfræði frá HR og opinberri stjórnsýslu frá HÍ auk BA gráðu í guðfræði við HÍ, hann hefur starfað sem aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra og var varaþingmaður Framsóknar í tvö kjörtímabil. Hafdís Helga er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og hefur áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, rökstuðning fékk Hafdís en eftir ítrekanir fékk hún gögn afhent í janúar. RÚV greinir frá því að Hafdís íhugi nú næstu skref og hvort hún fari fram á bætur. Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. Greint var frá málinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Páll Magnússon var skipaður í embættið af Lilju frá og með 1. desember síðastliðnum. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hafði starfað sem aðstoðarmaður ráðherra en einnig sem bæjarritari Kópavogs. Þegar tilkynnt var um ráðninguna kom fram að þrettán hafi sótt um stöðuna en ráðherra hafi svo metið að Páll væri hæfastur umsækjenda vegna fjölþættrar menntunar og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera. Hæfisnefnd hafði metið fjóra umsækjendur hæfasta og var Páll á meðal þeirra. Auk Páls var að finna tvær konur og einn karl í hópnum. Hafdís Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sem kærði ráðninguna, var ekki í þeim hópi. Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði vanmetið Hafdísi samanborið við Pál varðandi menntun, reynslu af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfilega og hæfni til að tjá sig í riti. Verulega hafi skort á efnislegan rökstuðning ráðherrans fyrir ráðningunni. Ekki hafi verið sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið til grundvallar ráðningunni og því hafi um brot gegn jafnréttislögum verið að ræða. Íhugar næstu skref ásamt lögfræðingi Ráðuneytisstjórinn Páll hefur lokið meistaragráðum í lögfræði frá HR og opinberri stjórnsýslu frá HÍ auk BA gráðu í guðfræði við HÍ, hann hefur starfað sem aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur ráðherra og var varaþingmaður Framsóknar í tvö kjörtímabil. Hafdís Helga er skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og hefur áður starfað sem forstöðumaður nefndarsviðs Alþingis og var fulltrúi forsætisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Hafdís kærði ráðninguna í mars og var úrskurður kveðinn upp í lok maí. Hafði Hafdís þá óskað eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni ásamt gögnum máls í nóvember, rökstuðning fékk Hafdís en eftir ítrekanir fékk hún gögn afhent í janúar. RÚV greinir frá því að Hafdís íhugi nú næstu skref og hvort hún fari fram á bætur.
Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira