Fótbolti

Mega spila æfinga­leiki en ekki hafa al­vöru dómara og þurfa að klæða sig heima

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sjáum við Jurgen Klopp dæma æfingaleiki Liverpool?
Sjáum við Jurgen Klopp dæma æfingaleiki Liverpool? vísir/getty

Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa nú fengið leyfi til þess að byrja að spila æfingaleiki en tímabilið á Englandi fer aftur af stað þann 17. júní.

Samkvæmt heimildum The Telegraph þá þurfa félögin að fara eftir mörgum reglum til þess að geta framkvæmt æfingaleikina og einn þeirra reglna er að ekki mega „alvöru“ dómarar dæma leikina. Einhver úr þjálfarateyminu þarf að sjá um flautuna og mega liðin ekki ferðast lengur en 90 mínútur í leikina.

Leikmennirnir mega heldur ekki ferðast í leikina saman og þurfa að koma á þeirra eigin bíl. Þeir þurfa einnig að vera klæddir áður en þeir mæta á völlinn þar sem sóttvarnareglum verður gætt til hins ítrasta.

Manchester City spilar gegn Arsenal og Sheffield United gegn Aston Villa þann 17. júní er boltinn á Englandi fer aftur að rúlla. Um helgina 20. til 22. júní fer svo fram heil umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×