Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 13:11 Hydroxychloroquine hefur í sumum tilfellum verið notað gegn Covid-19 en ekki hefur verið sýnt fram á virkni þess. AP/John Locher Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins hydroxychloroquine við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar virtust benda til þess að Covid-19-sjúklingar sem fengu lyfið væru líklegri til að láta lífið en aðrir. Nokkrar klínískar tilraunir með lyfið voru stöðvaðar í kjölfarið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á annað hundrað lækna skrifuðu opið bréf til Lancet í síðustu viku þar sem þeir drógu niðurstöðu rannsóknarinnar í efa og óskuðu eftir að ummæli ritrýna um hana yrðu birt opinberlega. Nú segja ritstjórar Lancet að verulegur vísindalegur efi sé um rannsóknina. Þeir hafi fengið óháðan aðila til þess að fara yfir niðurstöðurnar. Rannsóknin byggði á heilbrigðisupplýsingum um 96.000 manns sem höfðu verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 frá litlu bandarísku fyrirtæki, Surgisphere. Hún var ekki hefðbundin klínísk tilraun þar sem virkni malaríulyfsins var borin saman við lyfleysu eða önnur lyf. Ritstjórn læknaritsins New England Journal of Medicine hefur einnig lýst áhyggjum af gæðum annarrar rannsóknar um að blóðþrýstingslyf yki ekki hættu á dauðsföllum úr Covid-19 sem byggði á gögnum sama fyrirtækis og sem hafði sama aðalhöfund. Mandeep Mehra, aðalhöfundur rannsókninna og prófessor í læknisfræði við læknaskóla Harvard-háskóla, segir að réttlætanlegt hafi verið að nota gögn Surgisphere á meðan annarra klínískra gagna sé beðið. „Ég bíð með óþreyju eftir niðurstöðum óháðra endurskoðenda en niðurstöður þeirra verða grundvöllur frekari aðgerða,“ sagði Mehra í yfirlýsingu í kjölfar athugasemda Lancet. Surgisphere segist standa við áreiðanleika gagna sinna en stofnandi fyrirtækisins er á meðal meðhöfunda Mehra að rannsókninni á malaríulyfinu. Í yfirlýsingu lagði fyrirtækið þó áherslu á að gögn þess kæmu ekki í staðinn fyrir ítarlegar tilraunir með lyf, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump forseti hefur haldið hydroxichloroquine mjög á lofti sem lausn við kórónuveirufaraldrinum. Hann olli töluverður fjaðrafoki á dögunum þegar hann hélt því fram að hann hefði tekið lyfið inn að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi ekki greinst smitaður af veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Heilbrigðismál Tengdar fréttir WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41
Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. 24. maí 2020 13:50
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25