Börn fædd 2005 eða síðar teljast ekki með á leikjunum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 14:30 Unga knattspyrnufólkið okkar getur mætt á alla fótboltaleiki í sumar án þess að það hafi áhrif á hámarksfjölda áhorfenda á leikjum. VÍSIR/VILHELM Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Börn sem eru fimmtán ára og yngri verða ekki talin með þegar félög mega aðeins hleypa ákveðnum fjölda áhorfenda inn á heimaleiki sína í sumar. Knattspyrnusamband Íslands vekur athygli á því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi nú fengið staðfestingu frá heilbrigðisyfirvöldum um að börn fædd 2005 og síðar verði ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki í sumar. Staðfesting hefur fengist frá heilbrigðisyfirvöldum að börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í hámarksfjölda áhorfenda á leiki.https://t.co/ZeLQFYPqbN— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2020 Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vegna COVID-19 er hámarks áhorfendafjöldi á leiki á Íslandi tvö hundruð manns en inni í þeirri tölu eru aðeins fullorðnir og börn fædd 2005 og síðar teljast því ekki með. Unga knattspyrnufólkið á Íslandi getur því fjölmennt á alla leiki án þess að það hafi nein áhrif á fjölda þeirra áhorfenda sem eru leyfðir á leikjunum. Þess ber einnig að geta að tveir metrar skulu vera á milli þeirra hólfa sem sett eru upp á völlum. Félögin geta skipt áhorfendastúkum sínum upp í hólf sem hvert og eitt getur tekið tvö hundruð manns. Hér fyrir neðan má sjá leiðbeiningar varðandi það. Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Áhorfendasvæðum skipt í sóttvarnarhólf - Mælst er til þess að miðasala verði eingöngu rafræn í gegnum miðasöluappið Stubb. - Félög ákveða sjálf hvort þau verði með boðsmiða á leiki. - Sér inngang þarf fyrir hvert sóttvarnarhólf. - Við alla innganga, og eins víða og talin er þörf á, skal tryggja aðgang að sótthreinsivökva fyrir hendur. - Ef selja á veitingar þarf að tryggja að það sé gert í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Sóttvarnarhólf þarf að vera afgirt frá öðrum svæðum þannig að ekki sé hægt að komast á milli þeirra og að ekki sé hægt að komast á svæði leikmanna og starfsmanna. - Tryggja þarf valkvæð 2ja metra nándarmörk fyrir þá gesti sem kjósa að virða þessa reglu. - Öryggisgæsla þarf að vera í hverju sóttvarnarhólfi fyrir sig. - Mikilvægt er að gæta að brunavörnum og tryggja að flóttaleiðir séu í samræmi við byggingareglugerð. Aðstaða áhorfenda í hverju sóttvarnarhólfi Salernis- og hreinlætisaðstaða. Úr reglugerð um knattspyrnuleikvanga: „Þess er krafist að til staðar séu salerni fyrir bæði karla og konur. Reikna skal með a.m.k. einu vatnssalerni fyrir hverja byrjaða 200 áhorfendur eða einni þvagskál fyrir hverja 125 áhorfendur í skipulögðum og samþykktum áhorfendasvæðum. Stærð, frágangur, staðsetning og fjöldi snyrtinga er einnig háð samþykki viðkomandi heilbrigðisyfirvalda.” Í salernisaðstöðu þarf að vera vaskur með a.m.k. köldu vatni og þurrkur og/eða þerriblásarar. Salerni verða að vera hrein og sótthreinsuð. Handspritt verður að vera aðgengilegt í salernisaðstöðu.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira