„Alltof vel sloppið að birta bara svarta mynd á Instagram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2020 09:30 Kevin-Prince Boateng þegar hann var kynntur sem leikmaður Barcelona í janúar í fyrra. Hann var ekki lengi hjá spænska stórliðinu eða aðeins fram á vor. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020 Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kevin-Prince Boateng finnst að margir leikmenn eigi að gera mun meira í að styðja réttindabaráttu svartra en að birta bara svarta mynd á Instagram. Fólk út um allan heim er hneykslað yfir meðferðinni á blökkumanninum George Floyd en hann dó eftir að hvítur lögreglumaður lá með hné sitt ofan á hálsi hans í meira en átta mínútur. Mikil mótmæli hafa verið út um öll Bandaríkjamenn og þau hafa náð til Evrópu og annarra heimshluta. Margir íþróttamenn hafa sýnt réttindabaráttunni sinn stuðning með orðum, athöfnum eða í viðtölum en stór hluti hefur hins vegar ekki tjáð sig að öðru leyti en að setja svarta mynd inn á Instagram reikninga sína. Knattspyrnumanninum Kevin-Prince Boateng finnst það bara vera hvergi nærri nóg. Hann vill sjá meiri stuðning í orði og verki. Kevin-Prince Boateng wants to see players do more than post a black picture. pic.twitter.com/fGvOoX4puP— ESPN FC (@ESPNFC) June 3, 2020 „Það er ekki nóg að allir séu bara að birta svarta mynd á þessum tímum. Það er of auðvelt. Fólk er bara of hrætt við að standa fyrir eitthvað eða segja eitthvað vegna styrktaraðila sinna eða fylgjenda,“ sagði Kevin-Prince Boateng harðorður. „Af hverju eru þið ekki að tjá ykkur? Af hverju eru þið að segja eitthvað? Svört mynd er alltaf of auðveld leið,“ sagði Kevin-Prince Boateng. Kevin-Prince Boateng var síðast á láni hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hefur leikið áður með liðum eins og Tottenham, AC Milan, Barcelona og Borussia Dortmund. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá þakkaði Kevin-Prince Boateng fólki fyrir að gera eitthvað þó að það væri bara að setja inn svarta mynd á Twitter. Hann vill bara sjá miklu meira gert svo að hlutirnir breytist í heiminum. Thank you @SkySports for letting me speak up one more Let s speak up! It s never too late #Everyone #NoToRacism #Culture #Football #Skysports #Interview pic.twitter.com/ZIWqniNlcE— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 4, 2020 All together we can win this battle. #justiceforFloyd #racialinjustice #Everyone #NoToRacism pic.twitter.com/BUuhzUJGma— Kevin-Prince Boateng (@KPBofficial) June 2, 2020
Fótbolti Dauði George Floyd Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira