Hélt hún fengi smá frí og fengi svo að klára skólann almennilega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 09:00 Arney ætlar að taka sér árspásu frá skóla en hún stefnir á að fara til útlanda í háskólanám. Vísir/Aðsend „Ég er aðallega að horfa á Háskólann í Edinborg eða háskóla sem heitir IE University í Madríd á Spáni. Þetta er stjórnmálafræði í bland við deilulausn og hvernig samskipti ríkjanna fara fram á stóra sviðinu í sambland við lögfræði,“ segir Arney Íris E. Birgisdóttir en hún útskrifaðist af málabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og varð dúx með 9,37 í einkunn og hlaut hún jafnframt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku. Arney ætlar að taka sér eitt ár í hlé, vinna og ferðast „ef kórónan leyfir,“ en svo stefnir hún á að fara til útlanda í nám að ári liðnu. Arney segir það hafa verið skrítið að fá ekki að klára skólagönguna í skólanum. „Mig var farið að gruna að það færi að detta á samkomubann og ég var kannski dálítið spennt að þurfa ekki að mæta í skólann og vera heima. Ég bjóst einhvern vegin við því að það myndi bara taka nokkrar vikur og svo yrði það afnumið.“ Seinni útskriftarhópurinn sem brautskráðist frá MH á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hélt aldrei að þetta yrði síðasti dagurinn minn, bara að ég fengi smá frí og kæmi svo aftur til að klára skólann almennilega. Það var skrítið þegar samkomubannið var svo framlengt og þá fékk maður aldrei aftur að mæta í tíma.“ Á föstudaginn síðastliðinn voru 153 nemendur brautskráðir frá MH og fór útskriftin fram í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni fékk að hafa með sér einn aðstandanda til að gæta að fjöldatakmörkunum. Hefð er fyrir því í skólanum að skólakórinn syngi í útskriftarathöfnum og þrátt fyrir faraldurinn gaf kórinn ekkert eftir. Honum var skipt upp í tvo hópa og þeim var skipt niður á útskriftarathafnirnar tvær sem haldnar voru. „Hluti af kórnum fékk að koma, þau skiptu sér eitthvað niður og sungu þrjú lög við hvora athöfn.“ „Það var rosalega skrítið. Útskriftin okkar var þannig að við vorum með fjarlægð á milli stóla og það mátti bara koma einn aðstandandi með þannig mér fannst það í takt við að hafa skólann með að hafa ekki mætt í þrjá mánuði. Þetta var mjög viðeigandi útskrift.“ Arney útskrifaðist af málabraut með 9,37 í einkunn.Vísir/Aðsend Hún segir það hafa verið skrítið að hópurinn gæti ekki útskrifast allur saman heldur þyrfti að gera það í hollum. „Besta vinkona mín var í fyrri hópnum og ég í seinni hópnum þannig að við gátum ekki útskrifast saman. Ég hitti hana bara eftir hennar athöfn og fyrir mína og svo bara hittumst við um kvöldið. Það voru dálítil vonbrigði að fá ekki að útskrifast með bestu vinum sínum.“ Þá þurfti útskriftarhópurinn einnig að hætta við útskriftarferð til Krítar sem átti að hefjast þann 5. júní, núna í dag, og henni var aflýst eins og mörgu öðru. „Vandamálið er nú aðalega bara það að það hefur enginn fengið endurgreitt. Við erum búin að senda fullt af póstum og ég er búin að hringja þarna niður eftir og ég veit um aðra sem hafa verið í rosalegu basli með þetta. Það hefur bara enginn heyrt neitt.“ Vísir/Aðsend Hún segir líklegt að einhverjir fari í ferðina síðar, aðallega þeir sem útskrifast næstu jól. „Ég ætlaði bara að far í mína eigin ferð,“ segir Arney. „Við vinkonuhópurinn vorum bara búin að ákveða að gera eitthvað skemmtilegt saman, hvort sem það verður alvöru dimmitering eða ekki. Ég hugsa að það verði bara í minna mæli en ef allur árgangurinn hefði verið saman.“ „Sem betur fer var nógu langt liðið frá því að samkomubannið komst á að það mátti fara á veitingastaði þannig við gátum farið út að borða og gátum hist í heimapartýum þannig að við náðum að fagna vel,“ segir Arney. Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló og stefnir á rafmagnsverkfræði í King's College „Þetta var mjög frábrugðið öllu sem við þekktum og það var svolítið sjokk að fara beint úr dagskóla í 100 prósent fjarnám,“ segir Snædís Edwald Einarsdóttir, sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Verzlunarskóla Íslands og lauk hún náminu með 9,73 í einkunn og varð jafnframt dúx. 3. júní 2020 10:00 Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR. 1. júní 2020 12:33 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Ég er aðallega að horfa á Háskólann í Edinborg eða háskóla sem heitir IE University í Madríd á Spáni. Þetta er stjórnmálafræði í bland við deilulausn og hvernig samskipti ríkjanna fara fram á stóra sviðinu í sambland við lögfræði,“ segir Arney Íris E. Birgisdóttir en hún útskrifaðist af málabraut frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og varð dúx með 9,37 í einkunn og hlaut hún jafnframt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku. Arney ætlar að taka sér eitt ár í hlé, vinna og ferðast „ef kórónan leyfir,“ en svo stefnir hún á að fara til útlanda í nám að ári liðnu. Arney segir það hafa verið skrítið að fá ekki að klára skólagönguna í skólanum. „Mig var farið að gruna að það færi að detta á samkomubann og ég var kannski dálítið spennt að þurfa ekki að mæta í skólann og vera heima. Ég bjóst einhvern vegin við því að það myndi bara taka nokkrar vikur og svo yrði það afnumið.“ Seinni útskriftarhópurinn sem brautskráðist frá MH á föstudaginn.Vísir/Aðsend „Ég hélt aldrei að þetta yrði síðasti dagurinn minn, bara að ég fengi smá frí og kæmi svo aftur til að klára skólann almennilega. Það var skrítið þegar samkomubannið var svo framlengt og þá fékk maður aldrei aftur að mæta í tíma.“ Á föstudaginn síðastliðinn voru 153 nemendur brautskráðir frá MH og fór útskriftin fram í tveimur hópum. Hvert útskriftarefni fékk að hafa með sér einn aðstandanda til að gæta að fjöldatakmörkunum. Hefð er fyrir því í skólanum að skólakórinn syngi í útskriftarathöfnum og þrátt fyrir faraldurinn gaf kórinn ekkert eftir. Honum var skipt upp í tvo hópa og þeim var skipt niður á útskriftarathafnirnar tvær sem haldnar voru. „Hluti af kórnum fékk að koma, þau skiptu sér eitthvað niður og sungu þrjú lög við hvora athöfn.“ „Það var rosalega skrítið. Útskriftin okkar var þannig að við vorum með fjarlægð á milli stóla og það mátti bara koma einn aðstandandi með þannig mér fannst það í takt við að hafa skólann með að hafa ekki mætt í þrjá mánuði. Þetta var mjög viðeigandi útskrift.“ Arney útskrifaðist af málabraut með 9,37 í einkunn.Vísir/Aðsend Hún segir það hafa verið skrítið að hópurinn gæti ekki útskrifast allur saman heldur þyrfti að gera það í hollum. „Besta vinkona mín var í fyrri hópnum og ég í seinni hópnum þannig að við gátum ekki útskrifast saman. Ég hitti hana bara eftir hennar athöfn og fyrir mína og svo bara hittumst við um kvöldið. Það voru dálítil vonbrigði að fá ekki að útskrifast með bestu vinum sínum.“ Þá þurfti útskriftarhópurinn einnig að hætta við útskriftarferð til Krítar sem átti að hefjast þann 5. júní, núna í dag, og henni var aflýst eins og mörgu öðru. „Vandamálið er nú aðalega bara það að það hefur enginn fengið endurgreitt. Við erum búin að senda fullt af póstum og ég er búin að hringja þarna niður eftir og ég veit um aðra sem hafa verið í rosalegu basli með þetta. Það hefur bara enginn heyrt neitt.“ Vísir/Aðsend Hún segir líklegt að einhverjir fari í ferðina síðar, aðallega þeir sem útskrifast næstu jól. „Ég ætlaði bara að far í mína eigin ferð,“ segir Arney. „Við vinkonuhópurinn vorum bara búin að ákveða að gera eitthvað skemmtilegt saman, hvort sem það verður alvöru dimmitering eða ekki. Ég hugsa að það verði bara í minna mæli en ef allur árgangurinn hefði verið saman.“ „Sem betur fer var nógu langt liðið frá því að samkomubannið komst á að það mátti fara á veitingastaði þannig við gátum farið út að borða og gátum hist í heimapartýum þannig að við náðum að fagna vel,“ segir Arney.
Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló og stefnir á rafmagnsverkfræði í King's College „Þetta var mjög frábrugðið öllu sem við þekktum og það var svolítið sjokk að fara beint úr dagskóla í 100 prósent fjarnám,“ segir Snædís Edwald Einarsdóttir, sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Verzlunarskóla Íslands og lauk hún náminu með 9,73 í einkunn og varð jafnframt dúx. 3. júní 2020 10:00 Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR. 1. júní 2020 12:33 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Dúxaði í Verzló og stefnir á rafmagnsverkfræði í King's College „Þetta var mjög frábrugðið öllu sem við þekktum og það var svolítið sjokk að fara beint úr dagskóla í 100 prósent fjarnám,“ segir Snædís Edwald Einarsdóttir, sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Verzlunarskóla Íslands og lauk hún náminu með 9,73 í einkunn og varð jafnframt dúx. 3. júní 2020 10:00
Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR. 1. júní 2020 12:33