Vilja reisa fimm stjörnu Four Seasons hótel á Miðbakkanum Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 12:52 Hér má sjá drög að hótelinu en áætlaður kostnaður við byggingu þess eru um 40 milljarðar króna. Yrki arkitektar Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Yrki aktitekar hafa lagt inn fyrirspurn til skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi mögulega uppbyggingu á Miðbakkanum í Reykjavík. Fyrirspurnin er lögð inn fyrir hönd Geirsgötu 11 ehf. en um er að ræða byggingu sem geti kostað allt að 40 milljarða króna. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu í morgun. Byggingin myndi rúma hundrað 5 stjörnu þjónustu íbúðir sem Four Seasons keðjan myndi reka og um 150 herbergja hótel. Við Geirsgötu 11 stendur nú fasteign í eigu fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation. Um er að ræða gamla vöruskemmu sem hefur verið ónotuð að mestu undanfarin ár. Gengið var frá kaupunum í október á síðasta ári en félagið er í eigu malasíska milljarðamæringsins Vincent Tan sem er einnig eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City og Icelandair Hotels. Sagði hann á sínum tíma að kaupin væru tækifæri fyrir félagið að hefja fjárfestingar á sviði fasteignaþróunar og hótelstarfsemi á Íslandi. Í fyrirspurninni kemur fram að um sé að ræða fyrstu drög og hugmyndin sé að þróa tillöguna áfram í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar, skipulagssvið Faxaflóahafna og aðra hagsmunaaðila sem munu koma að hugmyndinni til framtíðar. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið en á því eru fjórar skilgreindar lóðir, þ.e. Geirsgata 9, 11, 13 og 15. Til stendur að reisa hótelið við Gömlu höfnina og er hugmyndin að glæða bakkann lífi með því að tengja borgina aftur við bryggjuna. Í fyrirspurninni segir að hugmyndin sé að glæða bakkann lífi.Yrki arkitektar „Er það gert með því að koma fyrir fjölnotabyggingu á bakkanum með starfsemi og þjónustu fyrir almenning, skapar borgarrými fyrir iðandi mannlíf og gönguleiðir þar í gegn og meðfram hafnarbakkanum. Uppbygging á Miðbakka tengir saman og brúar á milli svæðisins við Hörpuna og Granda.“ Stefnt er að því að búa til fjölnota rými bæði innan- og utandyra og þar sem almenningsrými, sýningarsvæði, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, fimm stjórnu hótel og íbúðir verði til. Yrki arkitektar Yrki arkitektar Hugmyndin er að byggja 33.500 fermetra hús með bílakjallara. Áætluð fasteignagjöld til borgarinnar af byggingunni eru um 650 milljónir króna árlega og að aukning landsframleiðslu vegna verkefnisins verði um 3,2 prósent. Markmiðið er sagt vera að draga bæði borgarbúa og ferðamenn niður á Miðbakka og reisa byggingu sem heiðri starfsemi hafnarinnar án þess að útiloka hana. Áætlað er að með byggingunni verði til um 400 ný störf. Forsvarsmenn verkefnisins telja að uppbygging á svæðinu geti haft margvísleg jákvæð efnahagsleg áhrif í för með sér.Yrki arkitektar
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Reykjavík Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira