Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Heimir Már Pétursson skrifar 4. júní 2020 13:36 Eigendur ferðaskrifstofa sjá ekki enn ljós fyrir enda ganganna í rekstri sínum og hætt við að mikill fjöldi þeirra verði gjaldþrota að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjölda ferðaskrifstofa fara á hausinn að óbreyttu þar sem þær ráði ekki við endurgreiðslur til viðskiptavina samhliða algjöru tekjuhruni. Frumvarp ferðamálaráðherra um greiðslur með inneignum er dautt á Alþingi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa úrskurðað að ferðaskrifstofum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum sínum greiðslur fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins með inneignarnótum. Réttur viðskiptavina til endurgreiðslu sé skýr. Þetta var einmitt leiðin sem íslensk stjórnvöld hugðust fara í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið mætti strax mikilli andstöðu fjölmargra aðila eins og Neytendasamtakanna og ljóst að það hafði heldur ekki pólitískan stuðning og hefur umræðum um það verið hætt á Alþingi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn í sjónmáli vegna rekstrarvanda ferðaskrifstofaVísir/Vilhelm Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa búið við mikla óvissu undanfarnar vikur. Þær eigi fjármuni inni hjá hótelum og öðrum viðskiptaaðilum sem ekki hafi fengist endurgreiddir og sjálfar orðið fyrir algeru tekjuhruni. „Það þýðir að þær hrekjast þá alltaf lengra í áttina að gjaldþroti eða rekstrarstöðvun. Við náttúrlega vonumst til að það finnist á þessu einhver lausn. En hún er kannski ekki í sjónmáli eins og stendur,“ segir Jóhannes. Rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofur eru í landinu sem selja bæði ferðir hingað til lands og til annarra landa. Jóhannes segir margar þeirra ekki eiga neinna kosta völ vegna gífurlegs lausafjárvanda. Þær eigi ekki öfluga bakhjarla til að koma inn með nýtt hlutafé og stefni því að óbreyttu í gjaldþrot. „Það kemur neytendum ekki sérstaklega til góða vegna þess að þá tekur tryggingakerfi ferðaskrifstofanna við. Það er að lang mestu leyti í lagi . En það þýðir hins vegar að fólk þarf að bíða eftir peningunum sínum,“ segir Jóhannes. Í einhverjum tilvikum muni tryggingar ferðaskrifstofa ekki duga til. Ferðaskrifstofan Vita er í eigu Icelandair og hefur endurgreitt öllum þeim viðskiptavinum fyrirtækisins sem þess hafa óskað. En Icelandair hefur fengið ríkulegasta stuðninginn frá ríkinu af öllum fyrirtækjum landsins.Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita er ein þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins og nýtur þess að hafa eiganda sinn Icelandair að bakhjarli sem fengið hefur milljarða stuðning frá stjórnvöldum í gegnum hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti. Vita segist hafa endurgreitt öllum sem þess hafi óskað en hefur augljóslega sterkari stöðu en hinar stóru ferðaskrifstofurnar. „Það þarf að finna lausn á þessu ef mögulegt er sem getur komið til móts við vanda ferðaskrifstofanna og til móts við þarfir neytenda. Það er ekki augljóst að hægt sé að finna lausn sem gerir það á fullkominn máta fyrir báð aðila,“ segir Jóhannes Skúlason. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjölda ferðaskrifstofa fara á hausinn að óbreyttu þar sem þær ráði ekki við endurgreiðslur til viðskiptavina samhliða algjöru tekjuhruni. Frumvarp ferðamálaráðherra um greiðslur með inneignum er dautt á Alþingi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa úrskurðað að ferðaskrifstofum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum sínum greiðslur fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins með inneignarnótum. Réttur viðskiptavina til endurgreiðslu sé skýr. Þetta var einmitt leiðin sem íslensk stjórnvöld hugðust fara í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið mætti strax mikilli andstöðu fjölmargra aðila eins og Neytendasamtakanna og ljóst að það hafði heldur ekki pólitískan stuðning og hefur umræðum um það verið hætt á Alþingi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn í sjónmáli vegna rekstrarvanda ferðaskrifstofaVísir/Vilhelm Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa búið við mikla óvissu undanfarnar vikur. Þær eigi fjármuni inni hjá hótelum og öðrum viðskiptaaðilum sem ekki hafi fengist endurgreiddir og sjálfar orðið fyrir algeru tekjuhruni. „Það þýðir að þær hrekjast þá alltaf lengra í áttina að gjaldþroti eða rekstrarstöðvun. Við náttúrlega vonumst til að það finnist á þessu einhver lausn. En hún er kannski ekki í sjónmáli eins og stendur,“ segir Jóhannes. Rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofur eru í landinu sem selja bæði ferðir hingað til lands og til annarra landa. Jóhannes segir margar þeirra ekki eiga neinna kosta völ vegna gífurlegs lausafjárvanda. Þær eigi ekki öfluga bakhjarla til að koma inn með nýtt hlutafé og stefni því að óbreyttu í gjaldþrot. „Það kemur neytendum ekki sérstaklega til góða vegna þess að þá tekur tryggingakerfi ferðaskrifstofanna við. Það er að lang mestu leyti í lagi . En það þýðir hins vegar að fólk þarf að bíða eftir peningunum sínum,“ segir Jóhannes. Í einhverjum tilvikum muni tryggingar ferðaskrifstofa ekki duga til. Ferðaskrifstofan Vita er í eigu Icelandair og hefur endurgreitt öllum þeim viðskiptavinum fyrirtækisins sem þess hafa óskað. En Icelandair hefur fengið ríkulegasta stuðninginn frá ríkinu af öllum fyrirtækjum landsins.Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita er ein þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins og nýtur þess að hafa eiganda sinn Icelandair að bakhjarli sem fengið hefur milljarða stuðning frá stjórnvöldum í gegnum hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti. Vita segist hafa endurgreitt öllum sem þess hafi óskað en hefur augljóslega sterkari stöðu en hinar stóru ferðaskrifstofurnar. „Það þarf að finna lausn á þessu ef mögulegt er sem getur komið til móts við vanda ferðaskrifstofanna og til móts við þarfir neytenda. Það er ekki augljóst að hægt sé að finna lausn sem gerir það á fullkominn máta fyrir báð aðila,“ segir Jóhannes Skúlason.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30
Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58