Færeyskir þingmenn vildu ekki verða þingkonur Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 18:45 Þrettán greiddu atkvæði gegn tillögunni en ellefu voru fylgjandi. Vísir/Getty Færeyska þingið felldi í gær lagabreytingartillögu þess efnis að kvenkyns þingmenn yrðu kallaðir þingkonur. Þrettán greiddu atkvæði gegn tillögunni en ellefu voru fylgjandi. Kringvarpið fjallaði um málið í gær í fréttaþættinum Dagur og vika þar sem nokkrir karlkyns þingmenn voru spurðir álits. Ávarpaði fréttamaðurinn þá alla sem þingkonur í upphafi spurningarinnar, sem kallaði fram misjöfn viðbrögð hjá þingmönnunum. „Ég er lögþingsmanneskja fyrir Sambandsflokkinn, við skulum segja það,“ sagði Johan Dahl, þingmaður Sambandsflokksins, aðspurður hvort hann tæki undir tillöguna um að kvenkyns þingmenn yrðu þingkonur samkvæmt lögum. Hann sagði það ekki breyta neinu fyrir sig ef konurnar yrðu kallaðar þingkonur. Högni Hoydal, þingmaður Tjóðveldi, hló þegar hann var ávarpaður sem þingkona. „Maður verður að athuga að maður hefur breiðari merkingu,“ sagði Jenis av Rana, þingmaður Miðflokksins eftir að hafa spurt fréttamanninn hvort það væru mismæli þegar hann var ávarpaður sem þingkona. Bill Justinusson samflokksmaður hans tók svipaðan pól í hæðina og sagði orðið kona ekki þýða manneskja, en maður næði yfir bæði kyn. Þá voru misjafnar skoðanir á því hvernig þeim þætti að vera allir kallaðir þingkonur ef það hefði viðgengist í einhver ár. Töldu einhverjir það vera undarlegt en flestir voru þingmennirnir þó sammála um það að þingkonurnar mættu kalla sig þingkonur, þó það væri ekki lögfest heiti. Hér má sjá innslagið í Degi og viku en það hefst á mínútu 02:00. Færeyjar Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Færeyska þingið felldi í gær lagabreytingartillögu þess efnis að kvenkyns þingmenn yrðu kallaðir þingkonur. Þrettán greiddu atkvæði gegn tillögunni en ellefu voru fylgjandi. Kringvarpið fjallaði um málið í gær í fréttaþættinum Dagur og vika þar sem nokkrir karlkyns þingmenn voru spurðir álits. Ávarpaði fréttamaðurinn þá alla sem þingkonur í upphafi spurningarinnar, sem kallaði fram misjöfn viðbrögð hjá þingmönnunum. „Ég er lögþingsmanneskja fyrir Sambandsflokkinn, við skulum segja það,“ sagði Johan Dahl, þingmaður Sambandsflokksins, aðspurður hvort hann tæki undir tillöguna um að kvenkyns þingmenn yrðu þingkonur samkvæmt lögum. Hann sagði það ekki breyta neinu fyrir sig ef konurnar yrðu kallaðar þingkonur. Högni Hoydal, þingmaður Tjóðveldi, hló þegar hann var ávarpaður sem þingkona. „Maður verður að athuga að maður hefur breiðari merkingu,“ sagði Jenis av Rana, þingmaður Miðflokksins eftir að hafa spurt fréttamanninn hvort það væru mismæli þegar hann var ávarpaður sem þingkona. Bill Justinusson samflokksmaður hans tók svipaðan pól í hæðina og sagði orðið kona ekki þýða manneskja, en maður næði yfir bæði kyn. Þá voru misjafnar skoðanir á því hvernig þeim þætti að vera allir kallaðir þingkonur ef það hefði viðgengist í einhver ár. Töldu einhverjir það vera undarlegt en flestir voru þingmennirnir þó sammála um það að þingkonurnar mættu kalla sig þingkonur, þó það væri ekki lögfest heiti. Hér má sjá innslagið í Degi og viku en það hefst á mínútu 02:00.
Færeyjar Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira