Bræðurnir spenntir fyrir bikarslagnum á Álftanesi: „Hver veit nema forsetinn láti sjá sig?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júní 2020 21:00 Bræðurnir eru spenntir fyrir 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun. vísir/s2s Álftanes mætir Fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun og bræðurnir Arnar Már og Hörður Fannar Björgvinssynir eru spenntir fyrir viðureigninni. Arnar Már þjálfar Álftanes og bróðir hans stendur vaktina í markinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti bræðurna á Álftanesi í dag þar sem þeir spjölluðu um leikinn gegn Fram á morgun sem og tímabilið framundan en hverju mega áhorfendur búast við í leiknum á morgun? „Miklu fjöri. Við komum inn í þennan leik og höfum engu að tapa. Ég hugsa að við munum ekki selja okkur of dýrt en við munum ekki fara of passívir inn í leikinn svo við bjóðum upp á skemmtilegan leik,“ sagði Arnar Már. „Það er búið að vera mikill meðbyr í vikunni. Fólkið í bænum er að taka við sér og að brekkunni verði þrískipt svo 600 manns komist fyrir. Það verður mikið fjör.“ Arnar Már, sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014, segir að þetta sé einn stærsti leikur í sögu félagsins og er hann í beinni útsendingu í þokkabót á Stöð 2 Sport. „Ég held að þetta er fyrsti leikurinn á Álftanesi sem er sýndur í beinni. Liðið hefur mætt Val í bikarnum á Hlíðarenda, sem er stærsti leikurinn sem liðið hefur spilað, en þetta er stærsti leikurinn á Álftanesinu.“ Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið duglegur að sækja leiki nágranna sinna en má búast við því að sjá forsetann í brekkunni á morgun? „Ég veit að formaðurinn er búinn að heyra í honum en það eru kosningar framundan svo dagskráin er þétt hjá honum. Hver veit nema hann láti sjá sig?“ Útsending frá leiknum hefst klukkan 13.55 á Stöð 2 Sport 2 á morgun en allt viðtalið við þá bræður má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Bræðurnir á Álftanesi Sportpakkinn Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Garðabær Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira
Álftanes mætir Fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun og bræðurnir Arnar Már og Hörður Fannar Björgvinssynir eru spenntir fyrir viðureigninni. Arnar Már þjálfar Álftanes og bróðir hans stendur vaktina í markinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti bræðurna á Álftanesi í dag þar sem þeir spjölluðu um leikinn gegn Fram á morgun sem og tímabilið framundan en hverju mega áhorfendur búast við í leiknum á morgun? „Miklu fjöri. Við komum inn í þennan leik og höfum engu að tapa. Ég hugsa að við munum ekki selja okkur of dýrt en við munum ekki fara of passívir inn í leikinn svo við bjóðum upp á skemmtilegan leik,“ sagði Arnar Már. „Það er búið að vera mikill meðbyr í vikunni. Fólkið í bænum er að taka við sér og að brekkunni verði þrískipt svo 600 manns komist fyrir. Það verður mikið fjör.“ Arnar Már, sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014, segir að þetta sé einn stærsti leikur í sögu félagsins og er hann í beinni útsendingu í þokkabót á Stöð 2 Sport. „Ég held að þetta er fyrsti leikurinn á Álftanesi sem er sýndur í beinni. Liðið hefur mætt Val í bikarnum á Hlíðarenda, sem er stærsti leikurinn sem liðið hefur spilað, en þetta er stærsti leikurinn á Álftanesinu.“ Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið duglegur að sækja leiki nágranna sinna en má búast við því að sjá forsetann í brekkunni á morgun? „Ég veit að formaðurinn er búinn að heyra í honum en það eru kosningar framundan svo dagskráin er þétt hjá honum. Hver veit nema hann láti sjá sig?“ Útsending frá leiknum hefst klukkan 13.55 á Stöð 2 Sport 2 á morgun en allt viðtalið við þá bræður má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Bræðurnir á Álftanesi
Sportpakkinn Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Garðabær Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Sjá meira