Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 12:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að Reykjavíkurborg hafi tilkynnt Flugfélaginu að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli, bótalaust vegna nýs skipulags. Þetta sagði forstjórinn vera árás á innanlandsflug sem gæti leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. Samgönguráðherra og fulltrúar minnihlutans í borginni hafa jafnframt gagnrýnt framgöngu borgarinnar harðlega. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vísar því á bug að áformin komi til með að raska starfsemi innanlandsflugs. „Mér finnst þetta satt best að segja óþarfa upphlaup. Við erum að undirbúa skipulag í Skerjafirði, alveg frábært skipulag raunar en eitt af leiðarljósinu í því er að sú byggð og þær framkvæmdir eiga alls ekki að trufla rekstur innanlandsflugs og eiga ekki að gera það,“ segir Dagur. „Það var sett fram hugmynd um veglínu upp við framtíðaröryggisgirðingu flugvallarins sem að myndi raska rekstri Ernis þannig að það var haldinn fundur með félaginu til þess að ræða þetta og þar komu mjög hörð viðbrögð á það frá þeim þannig að strax í kjölfarið var óskað eftir því við verkfræðistofu að fundnar yrðu aðrar leiðir,“ segir Dagur. „Ég og borgin höfum sagt allan tímann að þetta nýja og góða hverfi í Skerjafirði á ekki að raska rekstri innanlandsflugs á meðan við erum að rannsaka nýtt flugvallarstæði og undirbúa nýjan flugvöll í Hvassahrauni,“ segir Dagur. Allir eigi að geta verið rólegir yfir því og borgin muni einbeita sér að því að þróa og útfæra þetta nýja hverfi í Skerjafirði. Þykir miður að samtal hafi ekki gegnið betur Hann segir ekkert við vinnubrögð borgarinnar að athuga í málinu. „Það er margt sem þarf að undirbúa þegar skipulag er annars vegar,“ segir Dagur. „Hluti af því að undirbúa vandað skipulag er að eiga samtal við hagsmunaaðila og það gekk ekki betur en þetta í þessu tilviki og það er auðvitað bara miður en ég vona að ef fólk talar saman, þá náttúrlega komast þessir hlutir á hreint.“ Þá hefur höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. „Það er beinlínis gert ráð fyrir því að elsta flugskýlið þarna, sem tengist sjóflugvélum, að það standi áfram og verði hluti af nýja skipulaginu þegar fram í sækir,“ segir Dagur spurður hvort friðlýsing myndi raska áformum borgarinnar. „Það eru nýrri viðbyggingar sem er gert ráð fyrir að víki með tímanum en þetta gamla skýli, það er friðað og það verður hluti af skipulaginu.“ Borgin fari að lögum og reglum um bótagreiðslur Dagur segir að ef komi í ljós að flugfélagið eigi rétt á bótum muni borgin að sjálfsögðu virða lög og reglur í þeim efnum. „Auðvitað er sá réttur sem sannarlega er til staðar hann er alltaf virtur og það hefur borgin alltaf gert,“ svarar Dagur, spurður hvort það sé boðlegt að halda áformunum til streitu án þess að bjóða hlutaðeigandi hagsmunaaðilum bætur. „Á flugvallarsvæðinu eru hins vegar eignarheimildir og annað býsna flóknar og geta meira að segja verið flóknar inni á einni og sömu lóðvarðandi mismunandi hluta. Stundum eru ekki fyrir hendi lóðaleigusamningar og annaðslíkt og þaðer bara farið yfir þaðhverju sinni,“ segir Dagur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Fréttir af flugi Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira