Segja Fjallið móðan og másandi eftir aðeins nokkur hnefahögg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2020 09:00 Forsíðan á nýjasta myndbandi Hafþórs Júlíusar Björnssonar á Youtube síðunni. Mynd/Youtube „Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport. Box Kraftlyftingar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
„Þegar sterkasti maður heims ákveður að skipta yfir í box“ er heitið á nýjast myndbandinu á Youtube síðu Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar en hann hefur þegar fengið sína gagnrýni á breskum miðlum. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu þessa dagana að reyna breyta sér úr kraftajötni yfir í hnefaleikamann og leyfir aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu. Sumir eru þó ekki alltof hrifnir af hnefaleikatöktum hans. Hafþór Júlíus Björnsson og óvinur hans númer eitt, Eddie Hall, ætla að gera út sín deilumál og græða mikinn pening í leiðinni í Las Vegas í september á næsta ári. Hingað til hafa þessir kappar lagt ofurkapp á að geta lyft, hreyft og ýtt stórum hlutum í kraftakeppnum og aðaláherslan hefur verið á kraftana. A LOT of work is needed in camp Thor, that's for sure! ??https://t.co/DwaS7Ew0RA— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 7, 2020 Það sem gerir Las Vegas bardagann athyglisverðan er að nú þurfa þeir báðir að létta sig og auka bæði snerpu og úthald til að eiga möguleika í hringnum. Hafþór leggur mikið á sig við æfingar þrátt fyrir að það séu fimmtán mánuðir í bardagann. Hann sagði frá því á dögunum að hann væri búinn að missa átján kíló. Það er samt mikið verk fyrir höndum og Hafþór veit það eflaust manna best. Það er mikill áhugi á bardaga Hafþórs og Eddie Hall og margir eru forvitnir að sjá hvernig það kemur út þegar þeir gera út um deilumál sín í sjálfum hnefaleikahringnum. GiveMeSport vefurinn fjallar um nýjast myndband Hafþórs og það er þeirra mat að íslenska fjallið eigi eftir mikið verk fyrir höndum. „Þegar horft er á myndbandið af Hafþóri að æfa þá kemur eitt orð upp í hugann - hægur,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann heldur áfram: „Samt sem áður þá er það stærð mannsins sem við vissum auðvitað um. Það er augljóslega mikill kraftur í höggum hans en það lítur út fyrir að hann sé langt frá því að gera keppt í hnefaleikum,“ skrifar blaðamaður GiveMeSport og hann sér viðvörunarbjöllur í myndbandinu sem annars má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Það má greinilega heyra Íslendinginn verða móðan og másandi eftir bara nokkur högg sem gæti orðið vandamál fyrir hann í bardaganum á næsta ári.“ Blaðamaður GiveMeSport nefnir líka bandaríska boxarann Eric Esch sem var kallaður Butterbean. Butterbean var 193 kíló þrátt fyrir að vera bara 181 sentimetrar á hæð. „Bardaginn gæti orðið eins og bardagi Butterbean, stuttur bardagi þar sem eru 80 prósent líkur á rothöggi,“ skrifaði blaðamaður GiveMeSport.
Box Kraftlyftingar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira