Ráðþrota vegna manns sem berar sig fyrir framan börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. júní 2020 19:46 Bryndís, Ragnhildur og Atli eru foreldrar barna í hverfinu. Vísir/Baldur Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Foreldrar barna í Rimahverfi í Grafarvogi eru ráðalausir vegna karlmanns sem ítrekað berar sig úti í glugga á heimili sínu á meðan börn leika sér á leikvelli fyrir framan íbúðina. Maðurinn hefur fengið dóm fyrir blygðunarsemisbrot og hefur margoft verið tilkynntur til lögreglu. Maðurinn býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi og er leikvöllur beint fyrir framan gluggann hans. Hann hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2011 fyrir að hafa staðið í glugganum í fráhnepptri skyrtu einni fata og strokið á sér getnaðarliminn í augsýn barna og fullorðins fólks. Þá fékk hann tveggja mánaða dóm árið 2014 fyrir að hafa sært blygðunarkennd 9 ára barns fyrir samskonar athæfi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur maðurinn ítrekað verið tilkynntur til lögreglu eftir dóminn. Síðast á föstudaginn eftir að hann snerti sig í glugganum ber að neðan og horfði á börn sem voru að leik. Í samtali við fréttastofu segir faðir þriggja ára barns sem var á staðnum að hann hafi strax tilkynnt atvikið til lögreglu. Þá urðu tveir níu ára drengir vitni af manninum bera sig í tvígang í lok síðasta árs. Þeir sögðu foreldrum sínum frá sem tilkynntu atvikið til lögreglu. Tekin var skýrsla af drengjunum í Barnahúsi. Mæður drengjanna segja atvikin hafa tekið mikið á þá. Þeir þori til að mynda ekki að ganga fram hjá íbúðinni og þurfi til fylgd í skólann. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn.Stöð 2 „Þá breyttist hegðunin hans í skólanum. Það var haft samband við mig og spurt hvort það væri eitthvað sem hefði gerst. Hegðunin varð allt í einu mjög undarleg og það benti til þess að þetta atvik hefði haft mikil áhrif á hann,“ segir Ragnhildur Sif Reynisdóttir, móðir annars drengsins. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er mál mannsins til skoðunar en ekki fengust frekari upplýsingar. Foreldrarnir segjast ráðalausir. Þetta hafi ítrekað gerst í fjölda ára en enginn virðist geta gert neitt þar sem maðurinn geri þetta inni á heimili sínu. „Mér finnst það ekki boðlegt að börnin í hverfinu geti ekki farið í sakleysi sínu að leika sér á leikvelli án þess að þurfa að lenda í svona atviki. Þetta er búið að vera í það langan tíma og að það skuli ekkert hafa gerst í þessu máli, það er náttúrulega bara alveg forkastanlegt,“ segir Ragnhildur.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira