Vilja hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns vegna stöðu hans gagnvart Samherja Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2020 22:50 Þórhildur Sunna lagði til frumkvæðisathugun sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill nú hætta. Vísir/Vilhelm/Sigurjón Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis. Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna stöðu hans gegn útgerðarfyrirtækinu Samherja verður hætt nái vilji meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram að ganga, þvert á vilja þeirra þriggja þingmanna minnihlutans sem lögðu athugunina til í nefndinni. Þetta kemur fram í færslu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur pírata á Facebook síðu hennar auk þess sem afstaða þingmannanna kemur fram í fundargerðum nefndarinnar. Auk Þórhildar Sunnu samþykktu þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu, og Andrés Ingi Jónsson, utan flokka, að hefja frumkvæðisathugun á hæfi ráðherrans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 6. desember síðastliðinn. Þá hafði málefni Samherja í Namibíu verið í umræðunni eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í nóvember. Á fundi nefndarinnar föstudaginn 5. júní bókaði varaformaður nefndarinnar, Líneik Anna Sævarsdóttir bókun þess efnis að eftir umfjöllun nefndarinnar um málefnið liggi það fyrir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, „hefði engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum í skilningi stjórnsýslulaga, hvorki fjárhagslegra né persónulegra. Samkvæmt lögum metur ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hefur komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Ég tel frekari könnun tilgangslausa og tel ekki tilefni til frekari umfjöllunar um þessa frumkvæðisathugun innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.“ Þingmennirnir Birgir Ármannsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Egilsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Kolbeinn Óttarsson Proppé tóku undir bókunina. Á fundi nefndarinnar sagði minnihluti hennar um aðfarir meirihluta „Afstaða meiri hlutans ber merki um vanvirðingu fyrir réttindum og hlutverki minni hlutans á þingi, ýtir undir grunsemdir um samtryggingu og leyndarhyggju, lítilsvirðir sérstakt eftirlitshlutverk stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og er til þess fallin að veikja Alþingi og traust almennings á því.“ Þórhildur segir þá í færslu sinni að upplýsingafælni meirihlutans hefði náð nýjum hæðum með aðgerðunum. Skýrar óskir hafi verði frá Þórhildi, Andrési og Guðmundi um gesti og gagnaöflun vegna málsins. „Frumkvæðisathuganir á verklagi ráðherra eru mikilvægt aðhaldstæki minni hlutans gagnvart meðferð ráðherra á valdi sínu, en þeir sitja í skjóli meirihluta þingmanna og því vandmeðfarið að ætla sér að stöðva slíka athugun þegar fyrir liggja óskir um frekari gagnaöflun og gesti til þess að upplýsa málið.“ „Afstaða meiri hlutans kemur líka á óvart í ljósi þess að nefndarmenn meiri hlutans voru mjög áfram um að öll gögn lægju fyrir áður en ákvörðun yrði tekin um frumkvæðisathugun en vilja núna ekki afla frekari gagna né skýra málið nánar með nokkrum hætti. Þetta er dapurleg afstaða og mikil vonbrigði,“ skrifar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis.
Samherjaskjölin Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira