Magn birkifrjókorna í Garðabæ sprengdi skalann Telma Tómasson skrifar 9. júní 2020 14:16 Þetta er þessi tími ársins. Getty Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is. Garðabær Heilsa Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is.
Garðabær Heilsa Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira