Magn birkifrjókorna í Garðabæ sprengdi skalann Telma Tómasson skrifar 9. júní 2020 14:16 Þetta er þessi tími ársins. Getty Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is. Garðabær Heilsa Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is.
Garðabær Heilsa Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira