Segja hvern dag færa margar ferðaskrifstofur nær gjaldþroti Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 17:57 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Arnar Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna yfirvöld og segja það vonbrigði að Alþingi og ríkisstjórn komi ekki til móts við vanda ferðaskrifstofa. Það sé nauðsynlegt fyrir bæði neytendur og ferðaþjónustufyrirtæki að leysa þann vanda sem blasir við mörgum aðilum í ferðaþjónustu. Í yfirlýsingunni er vísað til þess að lögum samkvæmt er ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða neytendum innan 14 daga vegna ferðar sem fellur niður sé gerð krafa um slíkt. Þær séu eini hlekkur ferðaþjónustunnar sem er bundinn af slíkri skyldu um endurgreiðslu og eins og staðan er nú geta margar þeirra ekki staðið undir því að endurgreiða sínum viðskiptavinum. Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um heimild ferðaskrifstofa til þess að afhenda inneign vegna pakkaferða í stað endurgreiðslu liggur nú inn í nefnd en í síðustu viku sagðist ráðherrann ekki bjartsýn á að frumvarpið yrði samþykkt. Samtökin segja löggjöfina sem nú er í gildi ekki taka á aðstæðum eins og þeim sem eru uppi núna og forsendur hennar því brostnar, enda eigi mörg fyrirtæki ekki lausafé til þess að endurgreiða. Evrópusambandið hefur hafnað hugmyndum á borð við þær að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða með inneignarnótu en samtökin segja nauðsynlegt að grípa til sértækra aðgerða. „Fjölmörg Evrópuríki hafa gripið til aðgerða vegna vandans á þeim grundvelli. Margar þeirra aðgerða brjóta í bága við Evrópulöggjöfina, enda um fordæmalausar aðstæður að ræða sem löggjöfin nær ekki utan um.“ Samtökin segjast hafa átt í stöðugum samskiptum við stjórnvöld undanfarnar tíu vikur og lagt fram tillögur að mismunandi aðgerðum, sem séu útfærðar með hliðsjón af aðgerðum annarra Evrópuríkja. Engin fullkomin lausn sé í boði en samtökin hafi einnig átt í samskiptum við Neytendasamtökin og fundið þar fyrir samhljómi um mikilvægi lausnar á vandanum. „Ljóst er að eftir þrjá mánuði er tíminn til aðgerða nú á þrotum, lögsóknir gegn ferðaskrifstofum eru hafnar að fullum þunga og ljóst að hver dagur færir einstök fyrirtæki nú nær rekstrarstöðvun eða gjaldþroti.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna yfirvöld og segja það vonbrigði að Alþingi og ríkisstjórn komi ekki til móts við vanda ferðaskrifstofa. Það sé nauðsynlegt fyrir bæði neytendur og ferðaþjónustufyrirtæki að leysa þann vanda sem blasir við mörgum aðilum í ferðaþjónustu. Í yfirlýsingunni er vísað til þess að lögum samkvæmt er ferðaskrifstofum skylt að endurgreiða neytendum innan 14 daga vegna ferðar sem fellur niður sé gerð krafa um slíkt. Þær séu eini hlekkur ferðaþjónustunnar sem er bundinn af slíkri skyldu um endurgreiðslu og eins og staðan er nú geta margar þeirra ekki staðið undir því að endurgreiða sínum viðskiptavinum. Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra um heimild ferðaskrifstofa til þess að afhenda inneign vegna pakkaferða í stað endurgreiðslu liggur nú inn í nefnd en í síðustu viku sagðist ráðherrann ekki bjartsýn á að frumvarpið yrði samþykkt. Samtökin segja löggjöfina sem nú er í gildi ekki taka á aðstæðum eins og þeim sem eru uppi núna og forsendur hennar því brostnar, enda eigi mörg fyrirtæki ekki lausafé til þess að endurgreiða. Evrópusambandið hefur hafnað hugmyndum á borð við þær að ferðaskrifstofum verði heimilt að endurgreiða með inneignarnótu en samtökin segja nauðsynlegt að grípa til sértækra aðgerða. „Fjölmörg Evrópuríki hafa gripið til aðgerða vegna vandans á þeim grundvelli. Margar þeirra aðgerða brjóta í bága við Evrópulöggjöfina, enda um fordæmalausar aðstæður að ræða sem löggjöfin nær ekki utan um.“ Samtökin segjast hafa átt í stöðugum samskiptum við stjórnvöld undanfarnar tíu vikur og lagt fram tillögur að mismunandi aðgerðum, sem séu útfærðar með hliðsjón af aðgerðum annarra Evrópuríkja. Engin fullkomin lausn sé í boði en samtökin hafi einnig átt í samskiptum við Neytendasamtökin og fundið þar fyrir samhljómi um mikilvægi lausnar á vandanum. „Ljóst er að eftir þrjá mánuði er tíminn til aðgerða nú á þrotum, lögsóknir gegn ferðaskrifstofum eru hafnar að fullum þunga og ljóst að hver dagur færir einstök fyrirtæki nú nær rekstrarstöðvun eða gjaldþroti.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58