Perlur Íslands: Glymur í Hvalfirði kom skemmtilega á óvart Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. júní 2020 21:00 Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Selfossi, ásamt Snorra bróður sínum og pabba þeirra, Hreiðari Guðmundssyni, netagerðamanni þegar þeir gengu saman upp að Glymi, hæsta fossi landsins. Mynd úr einkasafni „Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki ferðast mikið um Ísland og þarf því að gera miklu betur í þeim efnum, ég á til dæmis alveg eftir að skoða Vestfirði alla þá flottu staði, sem mér er sagt að séu þar. Ég hef eðli málsins samkvæmt verið duglegastur að ferðast um Suðurland, alltaf að sækja fréttir hingað og þangað,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður. „Mér finnst mjög gaman að keyra um svæðið. Til dæmis finnst mér alltaf mjög fallegt og gaman að koma í Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Þá eru staðir eins og Þjórsárdalur og Flúðir í miklu uppáhaldi hjá mér,“ bætir hann svo við. „Ef ég á að nefna einhvern einn uppáhaldsstað þá segi ég fossinn Glymur í Botnsdal, innst í Hvalfirði.“ Magnús Hlynur segir að fossinn hafi komið skemmtilega á óvart. „Það er hæsti foss landsins en fallhæð hans er 198 metrar. Ég gekk upp að fossinum í vor með bróður mínum, Snorra Hreiðarssyni og pabba, Hreiðari Guðmundssyni, 75 ára. Þetta var mjög skemmtileg ganga, sem tók okkur fjóra til fimm klukkutíma í frábæru verði. Við þurfum að vaða yfir ár og vorum duglegir að stoppa til að taka myndir og njóta náttúrunnar og góðu lyktarinnar af gróðrinum, sem var að fara af stað á þessum tíma. Mér þótti líka dýrmætt að vera með bróður mínum og pabba í ferðinni, við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, gengum rösklega, gengum hægt, duttum, borðuðum nestið okkar saman og dáðumst af fossinum. Ég er sérstaklega stoltur af pabba að hann hafi drifið sig í gönguna með sonum sínum enda var hann ánægður þegar hann kom í „mark“ með drengjunum sínum. Nú á ég mér þann draum að við feðgar göngum upp að Steini á Esjunni en þangað hef ég aldrei komið.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi. Ferðalög Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30 Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“ Tómas Guðbjartsson hefur ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum. Arnarfjörðurinn er samt í miklu uppáhaldi. 30. maí 2020 07:00 Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
„Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki ferðast mikið um Ísland og þarf því að gera miklu betur í þeim efnum, ég á til dæmis alveg eftir að skoða Vestfirði alla þá flottu staði, sem mér er sagt að séu þar. Ég hef eðli málsins samkvæmt verið duglegastur að ferðast um Suðurland, alltaf að sækja fréttir hingað og þangað,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður. „Mér finnst mjög gaman að keyra um svæðið. Til dæmis finnst mér alltaf mjög fallegt og gaman að koma í Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Þá eru staðir eins og Þjórsárdalur og Flúðir í miklu uppáhaldi hjá mér,“ bætir hann svo við. „Ef ég á að nefna einhvern einn uppáhaldsstað þá segi ég fossinn Glymur í Botnsdal, innst í Hvalfirði.“ Magnús Hlynur segir að fossinn hafi komið skemmtilega á óvart. „Það er hæsti foss landsins en fallhæð hans er 198 metrar. Ég gekk upp að fossinum í vor með bróður mínum, Snorra Hreiðarssyni og pabba, Hreiðari Guðmundssyni, 75 ára. Þetta var mjög skemmtileg ganga, sem tók okkur fjóra til fimm klukkutíma í frábæru verði. Við þurfum að vaða yfir ár og vorum duglegir að stoppa til að taka myndir og njóta náttúrunnar og góðu lyktarinnar af gróðrinum, sem var að fara af stað á þessum tíma. Mér þótti líka dýrmætt að vera með bróður mínum og pabba í ferðinni, við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, gengum rösklega, gengum hægt, duttum, borðuðum nestið okkar saman og dáðumst af fossinum. Ég er sérstaklega stoltur af pabba að hann hafi drifið sig í gönguna með sonum sínum enda var hann ánægður þegar hann kom í „mark“ með drengjunum sínum. Nú á ég mér þann draum að við feðgar göngum upp að Steini á Esjunni en þangað hef ég aldrei komið.“ Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Perlur leynast víða á Íslandi og það er ljóst að sumarið 2020 verða Íslendingar á ferð og flugi um alla landshluta. Vísir verður á flakki með landanum í sumar. Veist þú um perlu sem landsmenn ættu ekki að missa af á ferðalagi? Segðu okkur frá og sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is. Við birtum valdar frásagnir hér á Vísi.
Ferðalög Perlur Íslands Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30 Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“ Tómas Guðbjartsson hefur ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum. Arnarfjörðurinn er samt í miklu uppáhaldi. 30. maí 2020 07:00 Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið
Perlur Íslands: „Ekkert annað í kring en svartur vikursandur og þögnin“ Telma Lucinda Tómasdóttir saknar gömlu náttúrulaugarinnar í Þjórsárdal. Þangað fór hún á hestum, gangandi og keyrandi. 1. júní 2020 14:30
Perlur Íslands: „Vestfirskur konfektkassi“ Tómas Guðbjartsson hefur ferðast um nánast allt Ísland, annað hvort gangandi eða á skíðum. Arnarfjörðurinn er samt í miklu uppáhaldi. 30. maí 2020 07:00
Perlur Íslands: Seitlandi töfraorka og stórkostleg upplifun Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmiðstöðvar segist fá einstaka orku á Vestfjörðunum. Hún á ættir að rekja til Vestfjarða og afi hennar þekkir þar hverja þúfu. 25. maí 2020 21:00