Ferðamenn fái niðurstöður skimunar í gegnum appið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. júní 2020 14:51 Frá fundi dagsins. Vísir/Sigurjón Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Stefnt er að því að koma niðurstöðum úr skimunum fyrir kórónuveirunni á landamærum hér á landi til ferðamanna í gegnum smitrakningarappið Rakning C-19. Þá er verið að skoða hvort að bæta ætti við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem fjallað var um skimanir á landamærum sem framundan eru frá og með næstkomandi mánudegi. Ferðamönnum sem hingað koma verður ekki gert skylt að hlaða niður appinu, frekar verður höfðað til skynsemi þeirra. „Það er stefnt að því að það verði ný útgáfa tilbúinn á mánudaginn þegar sýnataka hefst á Keflavíkurflugvelli. Markmiðið er meðal annars að koma niðurstöðum til ferðamanna og það er líka verið að þróa virkni í appinu sem að auðveldar ferðamönnum að komast í samband við heilsugæsluna hérlendis ef þeir finna fyrir einkennum“, sagði Alma. Appið geti leikið lykilhlutverk komi upp smit. „Við teljum að skilvirk upplýsingamiðlun til ferðamanna sé lykilatriði því að við vitum að neikvætt svar úr sýnatöku er ekki óyggjandi niðurstaða. Þess vegna er svo mikilvægt að bregðast skjótt við ef að veikindi koma upp. Við teljum ekki rétt eða gerlegt að skylda ferðamenn til að sækja appið, heldur frekar höfðum við til skynsemi og þess að það verður virði í því fólgið að hafa appið,“ sagði Alma. Tungumálum í appinu verður fjölgað og boðið verður upp á þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku auk íslensku, ensku og pólsku sem þegar eru í boði. Þá er til skoðunar að bæta við virkni sem geri kleyft að láta þá vita sem hafa appið í símanum hvort þeir hafi komist í tæri við þá sem hafa greinst með veiruna. „Það er til skoðunar að bæta svokallaðri Bluetooth-virkni við. Þá er hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa verið í grennd við smitaðan einstakling. Í slíku tilfelli þá myndu hluteigandi fá skilaboð frá rakningarteyminu um að hringja og þá yrði skoðað hvort að frekari aðgerða væri þörf. Þessi virkni er enn sem komið er einungis á teikniborðinu og slík lausn yrði aldrei innleitt nema að fengnum tilskyldum leyfum og með kynningu og upplýsingagjöf til almennings hér og til ferðamanna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira